Baldur iðulega fullur og þörf á stærri ferju Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2014 19:45 Eigendur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs undirbúa nú kaup á helmingi stærri ferju frá Noregi, sem gæti leyst af núverandi skip síðar í sumar. Núverandi ferja hefur verið í áætlunarsiglingum milli Stykkishólms og Brjánslækjar undanfarin átta ár með viðkomu í Flatey en hún tekur 40 bíla í ferð. Hún er sjöunda skipið sem ber heitið Baldur en sá fyrsti hóf siglingar um Breiðafjörðinn fyrir 90 árum. Ferjan flutti í fyrra um 55 þúsund farþega og tólf þúsund bíla og nú er svo komið að hún annar ekki lengur flutningum. Pétur Ágústsson, skipstjóri á Baldri og framkvæmdastjóri Sæferða, segir að iðulega séu biðlistar og frá því snemma í maí hafi verið mikið að gera og skipið oft fullt. Og það er greinilegt að ferjan nýtur vaxandi ferðamannastraums því þar sem við vorum að mynda komu skipsins til Brjánslækjar virtist okkur stór hluti farþeganna vera erlendir ferðamenn á leið að skoða Vestfirði.Baldur að koma inn til Brjánslækjar á Barðaströnd.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Yfir vetrarmánuði eru flutningabílarnir áberandi og segir Pétur að vegna þeirra sé ferjan oft fullbókuð á veturna. Aukningin hafi verið meiri en menn hafi átt von á, ekki síst vegna erlendra ferðamanna. Margir hafa talið að eftir því sem vegirnir myndu batna um sunnanverða Vestfirði kæmi að því að ferjan yrði óþörf. En það virðist öðru nær. Bóndinn á Brjánslæk, Jóhann Pétur Ágústsson, sem jafnframt er hafnarvörður, telur að bættar vegasamgöngur, sérstaklega til norðurhluta Vestfjarða, muni jafnvel auka þörfina. Og nú er stefnt á stærra skip. Útgerð skipsins er í viðræðum um að kaupa helmingi stærri ferju frá Lófóten í Norður-Noregi sem tæki 60 bíla og vonast Pétur til að hún verði komin á Breiðafjörðinn í fyrri hluta ágústmánaðar. En þarf ríkissjóður að koma að kaupum á stærra skipi? „Nei, ekkert meira en er bara í dag. Ríkið kaupir af okkur ferðir á veturna að hluta en ekki á sumrin. Það þarf ekkert að breytast hvað það varðar,“ svarar Pétur Ágústsson. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Eigendur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs undirbúa nú kaup á helmingi stærri ferju frá Noregi, sem gæti leyst af núverandi skip síðar í sumar. Núverandi ferja hefur verið í áætlunarsiglingum milli Stykkishólms og Brjánslækjar undanfarin átta ár með viðkomu í Flatey en hún tekur 40 bíla í ferð. Hún er sjöunda skipið sem ber heitið Baldur en sá fyrsti hóf siglingar um Breiðafjörðinn fyrir 90 árum. Ferjan flutti í fyrra um 55 þúsund farþega og tólf þúsund bíla og nú er svo komið að hún annar ekki lengur flutningum. Pétur Ágústsson, skipstjóri á Baldri og framkvæmdastjóri Sæferða, segir að iðulega séu biðlistar og frá því snemma í maí hafi verið mikið að gera og skipið oft fullt. Og það er greinilegt að ferjan nýtur vaxandi ferðamannastraums því þar sem við vorum að mynda komu skipsins til Brjánslækjar virtist okkur stór hluti farþeganna vera erlendir ferðamenn á leið að skoða Vestfirði.Baldur að koma inn til Brjánslækjar á Barðaströnd.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Yfir vetrarmánuði eru flutningabílarnir áberandi og segir Pétur að vegna þeirra sé ferjan oft fullbókuð á veturna. Aukningin hafi verið meiri en menn hafi átt von á, ekki síst vegna erlendra ferðamanna. Margir hafa talið að eftir því sem vegirnir myndu batna um sunnanverða Vestfirði kæmi að því að ferjan yrði óþörf. En það virðist öðru nær. Bóndinn á Brjánslæk, Jóhann Pétur Ágústsson, sem jafnframt er hafnarvörður, telur að bættar vegasamgöngur, sérstaklega til norðurhluta Vestfjarða, muni jafnvel auka þörfina. Og nú er stefnt á stærra skip. Útgerð skipsins er í viðræðum um að kaupa helmingi stærri ferju frá Lófóten í Norður-Noregi sem tæki 60 bíla og vonast Pétur til að hún verði komin á Breiðafjörðinn í fyrri hluta ágústmánaðar. En þarf ríkissjóður að koma að kaupum á stærra skipi? „Nei, ekkert meira en er bara í dag. Ríkið kaupir af okkur ferðir á veturna að hluta en ekki á sumrin. Það þarf ekkert að breytast hvað það varðar,“ svarar Pétur Ágústsson.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira