Martin Kaymer áfram með yfirburði á US Open 14. júní 2014 01:09 Martin Kaymer nýtur þess að vera efstur á skortöflunni. AP/Getty Það er óhætt að fullyrða að Þjóðverjinn Martin Kaymer sé búinn að vera í sérflokki hingað til á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Pinehurst velli nr.2 en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á 10 höggum undir pari. Það er hreint út sagt ótrúlegt skor miðað við hvað Pinehurst völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður fyrstu tvo dagana en í öðru sæti, heilum sex höggum á eftir Kaymer kemur Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd á fjórum höggum undir pari. Í þriðja sæti á þremur höggum undir pari eru þeir Kevin Na og Brandt Snedeker en Keegan Bradley, Henrik Stenson, Brendon De Jong og Dustin Johson koma jafnir í fimmta sæti á tveimur undir. Það virðist fátt geta stoppað Kaymer sem steig ekki feilspor á hringnum í dag, fékk 13 pör, fimm fugla og lék á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu og sigraði meðal annars á Players meistaramótinu í síðasta mánuði. Rory McIlroy lék ágætlega í dag, á 68 höggum eða tveimur undir pari en þegar að mótið er hálfnað er hann jafn í tíunda sæti ásamt Matt Kuchar, Chris Kirk og Jordan Spieth á einu höggi undir pari.Mickelson nánast úr leik Eina risamótið sem Phil Mickelson á eftir að sigra er US Open en það eru ekki miklar líkur á því að það gerist í ár. Mickelson er á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og þrátt fyrir að hafa náð niðurskurðinum þarf hann á kraftaverki að halda til að vera meðal efstu manna þegar að mótinu líkur. Þá eru einnig litlar líkur á því að Webb Simpson kræki í titilinn á ný en þessi 28 ára kylfingur sigraði US Open árið 2012. Hann er líkt og Mickelson á þremur höggum yfir pari.Nokkur þekkt nöfn náðu ekki niðurskurðinum Masters meistarinn Bubba Watson fann sig alls ekki á US Open þetta árið en hann lék á 76 höggum í gær, 70 höggum í dag og endaði mótið á sex höggum yfir pari. Hann náði því ekki niðurskurðinum sem miðaðist við fimm högg yfir pari. Fleiri þekktir kylfingar heltust úr lestinni í dag en þar má helst nefna PGA-meistarann Jason Dufner, Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez og Englendinginn Lee Westwood.Öskubuskuævintýri Fran Quinn Á US Open eru oft óþekktir kylfingar sem ná að fanga hug og hjörtu áhorfenda en Bandaríkjamaðurinn Fran Quinn er í því hlutverki þetta árið. Quinn er 49 ára gamall en hann hefur verið atvinnumaður síðan árið 1988 og verið meðlimur á alls konar atvinnumótaröðum síðan þá. Hann hefur undanfarið spilað á Web.com mótaröðinni og þurfti að komast í gegn um tvö úrtökumót til þess að tryggja sér þátttökurétt á US Open í ár en sonur hans er kylfuberi hjá honum. Quinn hefur í gegn um árin átt mjög misjöfnu gengi að fagna og oft ekki haft neina mótaröð til að leika á en hann er jafn í 27. sæti eins og er eftir að hafa verið meðal efstu manna um tíma á fyrsta hring í gær. Áhugavert verður að sjá hvernig honum reiðir af um helgina en með góðri frammistöðu gæti hann tryggt sér þátttökurétt á komandi mótum á PGA-mótaröðinni. US Open heldur áfram á morgun en bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00. Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að Þjóðverjinn Martin Kaymer sé búinn að vera í sérflokki hingað til á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Pinehurst velli nr.2 en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á 10 höggum undir pari. Það er hreint út sagt ótrúlegt skor miðað við hvað Pinehurst völlurinn hefur reynst bestu kylfingum heims erfiður fyrstu tvo dagana en í öðru sæti, heilum sex höggum á eftir Kaymer kemur Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd á fjórum höggum undir pari. Í þriðja sæti á þremur höggum undir pari eru þeir Kevin Na og Brandt Snedeker en Keegan Bradley, Henrik Stenson, Brendon De Jong og Dustin Johson koma jafnir í fimmta sæti á tveimur undir. Það virðist fátt geta stoppað Kaymer sem steig ekki feilspor á hringnum í dag, fékk 13 pör, fimm fugla og lék á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu og sigraði meðal annars á Players meistaramótinu í síðasta mánuði. Rory McIlroy lék ágætlega í dag, á 68 höggum eða tveimur undir pari en þegar að mótið er hálfnað er hann jafn í tíunda sæti ásamt Matt Kuchar, Chris Kirk og Jordan Spieth á einu höggi undir pari.Mickelson nánast úr leik Eina risamótið sem Phil Mickelson á eftir að sigra er US Open en það eru ekki miklar líkur á því að það gerist í ár. Mickelson er á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og þrátt fyrir að hafa náð niðurskurðinum þarf hann á kraftaverki að halda til að vera meðal efstu manna þegar að mótinu líkur. Þá eru einnig litlar líkur á því að Webb Simpson kræki í titilinn á ný en þessi 28 ára kylfingur sigraði US Open árið 2012. Hann er líkt og Mickelson á þremur höggum yfir pari.Nokkur þekkt nöfn náðu ekki niðurskurðinum Masters meistarinn Bubba Watson fann sig alls ekki á US Open þetta árið en hann lék á 76 höggum í gær, 70 höggum í dag og endaði mótið á sex höggum yfir pari. Hann náði því ekki niðurskurðinum sem miðaðist við fimm högg yfir pari. Fleiri þekktir kylfingar heltust úr lestinni í dag en þar má helst nefna PGA-meistarann Jason Dufner, Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez og Englendinginn Lee Westwood.Öskubuskuævintýri Fran Quinn Á US Open eru oft óþekktir kylfingar sem ná að fanga hug og hjörtu áhorfenda en Bandaríkjamaðurinn Fran Quinn er í því hlutverki þetta árið. Quinn er 49 ára gamall en hann hefur verið atvinnumaður síðan árið 1988 og verið meðlimur á alls konar atvinnumótaröðum síðan þá. Hann hefur undanfarið spilað á Web.com mótaröðinni og þurfti að komast í gegn um tvö úrtökumót til þess að tryggja sér þátttökurétt á US Open í ár en sonur hans er kylfuberi hjá honum. Quinn hefur í gegn um árin átt mjög misjöfnu gengi að fagna og oft ekki haft neina mótaröð til að leika á en hann er jafn í 27. sæti eins og er eftir að hafa verið meðal efstu manna um tíma á fyrsta hring í gær. Áhugavert verður að sjá hvernig honum reiðir af um helgina en með góðri frammistöðu gæti hann tryggt sér þátttökurétt á komandi mótum á PGA-mótaröðinni. US Open heldur áfram á morgun en bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.
Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira