Fyndnustu konur í Hollywood búa til bíómynd 13. júní 2014 22:00 Maya Rudolph, Tina Fey og Amy Poehler Vísir/Getty Maya Rudolph hefur gengist til liðs við Tinu Fey og Amy Poehler í nýjustu kvikmynd grínistanna, The Nest. Poehler og Fey leika í myndinni systur sem talast ekki við. Þær þurfa hinsvegar að snúa aftur heim á æskuslóðir sínar því að foreldrar þeirra hyggjast selja húsið sem þær ólust upp í. Rudolph kemur til með að leika æskuvinkonu systranna. Fey, Poehler og Rudolph léku saman í Saturday Night Live á árunum 2001 til 2006, en þetta verður í fyrsta sinn sem þríeykið leikur saman í bíómynd. Fey og Poehler verða einnig framleiðendur myndarinnar. Jason Moore kemur til með að leikstýra handritinu, sem er eftir Paulu Pell, einn handritshöfunda SNL. James Brolin leikur föður stúlknanna. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Maya Rudolph hefur gengist til liðs við Tinu Fey og Amy Poehler í nýjustu kvikmynd grínistanna, The Nest. Poehler og Fey leika í myndinni systur sem talast ekki við. Þær þurfa hinsvegar að snúa aftur heim á æskuslóðir sínar því að foreldrar þeirra hyggjast selja húsið sem þær ólust upp í. Rudolph kemur til með að leika æskuvinkonu systranna. Fey, Poehler og Rudolph léku saman í Saturday Night Live á árunum 2001 til 2006, en þetta verður í fyrsta sinn sem þríeykið leikur saman í bíómynd. Fey og Poehler verða einnig framleiðendur myndarinnar. Jason Moore kemur til með að leikstýra handritinu, sem er eftir Paulu Pell, einn handritshöfunda SNL. James Brolin leikur föður stúlknanna.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira