Laxinn mættur í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2014 19:22 Mynd: www.veida.is Ytri Rangá hefur venjulega verið talin ein af þessum ám sem laxinn mætir í þegar líður á júní en nokkrir laxar hafa þegar sýnt sig í ánni. Áin opnar eftir 10 daga og það veit á gott að sjá laxa þetta vel fyrir opnunardaginn. Laxar hafa sýnt sig bæði við Djúpós og við Borg en báðir þessir staðir eru sérstaklega eftirsóttir í upphafi tímabils enda gefa þeir báðir góða veiði. Aðrir staðir sem hafa verið heitir fyrstu dagana eru t.d. Staur, Klöppin, 17 1/2 og Straumey en staðir eins og Gunnugilsbreiða sem var ekki fyrir löngu einn af bestu stöðunum í ánni breytti sér aðeins í fyrra og gaf minni veiði en mátti vænta. Sá staður breytir sér eins og nokkrir staðir í ánni reglulega og gæti þess vegna komið inn sterkur í sumar. Nýjir leigutakar hafa tekið við ánni og hafa verð lækkað umtalsvert en til 6. júlí eru stangirnar seldar á 25.000. Leyfin í Ytri Rangá má nálgast á vefnum www.veida.is Stangveiði Mest lesið Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Dræmari laxveiði í kortunum en í fyrra Veiði
Ytri Rangá hefur venjulega verið talin ein af þessum ám sem laxinn mætir í þegar líður á júní en nokkrir laxar hafa þegar sýnt sig í ánni. Áin opnar eftir 10 daga og það veit á gott að sjá laxa þetta vel fyrir opnunardaginn. Laxar hafa sýnt sig bæði við Djúpós og við Borg en báðir þessir staðir eru sérstaklega eftirsóttir í upphafi tímabils enda gefa þeir báðir góða veiði. Aðrir staðir sem hafa verið heitir fyrstu dagana eru t.d. Staur, Klöppin, 17 1/2 og Straumey en staðir eins og Gunnugilsbreiða sem var ekki fyrir löngu einn af bestu stöðunum í ánni breytti sér aðeins í fyrra og gaf minni veiði en mátti vænta. Sá staður breytir sér eins og nokkrir staðir í ánni reglulega og gæti þess vegna komið inn sterkur í sumar. Nýjir leigutakar hafa tekið við ánni og hafa verð lækkað umtalsvert en til 6. júlí eru stangirnar seldar á 25.000. Leyfin í Ytri Rangá má nálgast á vefnum www.veida.is
Stangveiði Mest lesið Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Dræmari laxveiði í kortunum en í fyrra Veiði