Spurs valtaði yfir Miami Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2014 08:00 Tim Duncan í leiknum í nótt. Vísir/Getty San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23
Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30
Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35
Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13