Körfubolti

Fisher tekur við Knicks

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Derek Fisher að lesa  yfir liðsfélögum sínum.
Derek Fisher að lesa yfir liðsfélögum sínum. Vísir/Getty
Fyrr í dag var staðfest að Derek Fisher tekur við þjálfarastarfi New York Knicks. Fisher lagði skónna á hilluna á dögunum en hann varð meistari fimm sinnum með Los Angeles Lakers á sínum tíma.

Í New York mun Fisher vinna undir nýjum yfirmanni körfuboltamála í stóra eplinu, Phil Jackson. Jackson var þjálfari Fisher hjá Lakers en hinn 39 árs gamli Fisher vann alla sína fimm titla með Lakers.

Fisher færði sig um set og lék með Oklahoma City Thunder seinustu ár ferilsins. Fisher skrifaði undir fimm ára samning hjá New York og fær hann fyrir hann 25 milljónir dollara.

„Ég er spenntur að taka næsta skref á körfubolta ferlinum mínum og spenntur að þjálfa Knicks lið sem íbúar New York geta verið stoltir af. Það er mikill heiður að vinna við hlið Phil Jackson sem er ekki aðeins vinur minn heldur goðsögn innan körfuboltahreyfingarinnar. Vonandi getum við unnið saman að því að gera Knicks að meistaraliði,“ sagði Fisher.

NBA

Tengdar fréttir

Fisher mun taka við Knicks

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá því í kvöld að Derek Fisher verði næsti þjálfari NBA-liðsins, NY Knicks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×