Körfubolti

Wade sektaður fyrir leikaraskap

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dwyane Wade og Chris Bosh, leikmenn Miami Heat.
Dwyane Wade og Chris Bosh, leikmenn Miami Heat. Vísir/Getty
Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, var sektaður af deildinni fyrir leikaraskap í leik liðsins í úrslitum NBA-deildarinnar gegn San Antonio Spurs á sunnudaginn.

Miami Heat vann leik tvö milli liðanna í San Antonio og er staðan í einvíginu 1-1 áður en einvígið heldur til Miami.

Undanfarin ár hafa leikmenn verið sektaðir fyrir að ýkja brot í NBA-deildinni og er Wade fjórði leikmaðurinn sem fær sekt í úrslitakeppninni í ár. Wade var sektaður um 5000 dollara sér eflaust ekki eftir aurunum í þetta skiptið.

Wade fiskaði þriðju villuna á  Manu Ginobili þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Ginobili þurfti að sitja það sem eftir lifði annars leikhluta á varamannabekknum á meðan Wade fór á vítalínuna og setti niður tvö skot.

Þriði leikur liðanna fer fram í Miami í nótt og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 00.30.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×