Eiríkur Örn rukkaður fyrir að birta mynd af Sölva Fannari Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 14:29 Eiríkur Örn, t.v., lenti í vandræðum í dag fyrir að hafa birt mynd af Sölva Fannari, t.h. „Ég hélt þetta væri eins og hver önnur birting á plötucoveri eða annars konar promo efni með verkinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdal sem fékk rukkun vegna óheimilar myndbirtingar. Hann birti mynd á vefriti sínu Starafugli af ljóðskáldinu, fyrirsætunni og leikaranum Sölva Fannari með umfjöllun um ljóð hans. Myndstef sendi honum póst í hádeginu í dag þar sem segir að ábyrgðaraðili fyrir Starafugli, sem er Eiríkur, hafi af gögnum málsins að dæma ekki haft leyfi fyrir notkun myndarinnar. Þar er vísað til höfundalaga og einkaréttar höfunda til notkunar verka sinna. Í póstinum er Eiríki gert að hafa samband við Myndstef innan viku en ella áskilur Myndstef sér rétt til að gefa út reikning vegna notanna. „Að auki getur Myndstef krafist lögbanns á notkunina og skaðabóta því tengdu.” Eiríkur veit ekki hvernig hann á að snúa sér í málinu og hefur biðlað til lögfróðra vina sinna á Facebook um aðstoð. „Myndin er merkt höfundi og hafði áður birst í fjölmiðlum, með umfjöllun um Sölva,“ segir hann í stöðuuppfærslu. „Í greininni er fyrirbærið Sölvi Fannar til umfjöllunar, ímyndin einsog hún birtist á þessari mynd. Það var minn skilningur að þar með væri notkun myndarinnar innan rammans – eins og hvert annað plötukover,“ segir hann jafnframt og spyr hvort að hann ætti að „lúffa“ eins og hann orðar það eða láta reyna á hvort að þetta sé réttmætt.Ásgeir ljósmyndari segir höfundalög skýr. Mynd/RósaLjósmyndari segir höfundalög skýr En myndin sem um ræðir hefur birst víðsvegar í fjölmiðlum að undanförnu og vakti athygli. Myndina tók ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Geirix. Hann innheimtir ekki sjálfur heldur sér Myndstef um það fyrir hönd ljósmyndara þeirra sem þeir eru með á sínum snærum. „Hún er gefin út fyrir mína hönd. Ef mynd er notuð án leyfis þá er innheimta.“ Hann segir lögin um höfundarétt vera skýr. „Ljósmynd, eða hvaða myndverk sem það er, er alltaf eign höfundar og myndrétturinn er eign höfundar.“ Hann segir þetta alltaf munu vera þannig enda mikilvægt fyrir listamenn. „Annars getum við bara lagt niður listsköpun í landinu.“ Eiríkur Örn taldi hins vegar myndina vera undirorpna því sem kallast „fair use“ sem gætu útlagst á íslensku sanngjörn notkun. „Þessi mynd er sú sem kom honum á kortið,“ útskýrir Eiríkur Örn í samtali við Vísi og segir hana vera stóran hluta af því hvernig hann kynnir sig og sín verk. „Það að ætla að fjalla um hann án þess að geta birt myndina er kjánalegt. Þá ertu bara með brot af sögunni.“ Eiríkur segir sektina ekkert gríðarháa þó. „En vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og ég er þegar að borga með honum,“ bætir hann við. Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Ég hélt þetta væri eins og hver önnur birting á plötucoveri eða annars konar promo efni með verkinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdal sem fékk rukkun vegna óheimilar myndbirtingar. Hann birti mynd á vefriti sínu Starafugli af ljóðskáldinu, fyrirsætunni og leikaranum Sölva Fannari með umfjöllun um ljóð hans. Myndstef sendi honum póst í hádeginu í dag þar sem segir að ábyrgðaraðili fyrir Starafugli, sem er Eiríkur, hafi af gögnum málsins að dæma ekki haft leyfi fyrir notkun myndarinnar. Þar er vísað til höfundalaga og einkaréttar höfunda til notkunar verka sinna. Í póstinum er Eiríki gert að hafa samband við Myndstef innan viku en ella áskilur Myndstef sér rétt til að gefa út reikning vegna notanna. „Að auki getur Myndstef krafist lögbanns á notkunina og skaðabóta því tengdu.” Eiríkur veit ekki hvernig hann á að snúa sér í málinu og hefur biðlað til lögfróðra vina sinna á Facebook um aðstoð. „Myndin er merkt höfundi og hafði áður birst í fjölmiðlum, með umfjöllun um Sölva,“ segir hann í stöðuuppfærslu. „Í greininni er fyrirbærið Sölvi Fannar til umfjöllunar, ímyndin einsog hún birtist á þessari mynd. Það var minn skilningur að þar með væri notkun myndarinnar innan rammans – eins og hvert annað plötukover,“ segir hann jafnframt og spyr hvort að hann ætti að „lúffa“ eins og hann orðar það eða láta reyna á hvort að þetta sé réttmætt.Ásgeir ljósmyndari segir höfundalög skýr. Mynd/RósaLjósmyndari segir höfundalög skýr En myndin sem um ræðir hefur birst víðsvegar í fjölmiðlum að undanförnu og vakti athygli. Myndina tók ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Geirix. Hann innheimtir ekki sjálfur heldur sér Myndstef um það fyrir hönd ljósmyndara þeirra sem þeir eru með á sínum snærum. „Hún er gefin út fyrir mína hönd. Ef mynd er notuð án leyfis þá er innheimta.“ Hann segir lögin um höfundarétt vera skýr. „Ljósmynd, eða hvaða myndverk sem það er, er alltaf eign höfundar og myndrétturinn er eign höfundar.“ Hann segir þetta alltaf munu vera þannig enda mikilvægt fyrir listamenn. „Annars getum við bara lagt niður listsköpun í landinu.“ Eiríkur Örn taldi hins vegar myndina vera undirorpna því sem kallast „fair use“ sem gætu útlagst á íslensku sanngjörn notkun. „Þessi mynd er sú sem kom honum á kortið,“ útskýrir Eiríkur Örn í samtali við Vísi og segir hana vera stóran hluta af því hvernig hann kynnir sig og sín verk. „Það að ætla að fjalla um hann án þess að geta birt myndina er kjánalegt. Þá ertu bara með brot af sögunni.“ Eiríkur segir sektina ekkert gríðarháa þó. „En vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og ég er þegar að borga með honum,“ bætir hann við.
Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45
Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15