ÍBV fór létt með að rúlla yfir FH í lokaleik sjöttu umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en Eyjakonur unnu stórsigur, 6-0.
Shaneka Gordon kom ÍBV yfir á áttundu mínútu leiksins og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Kristín Erna Sigurlásdóttir forskotið fyrir Eyjakonur, 2-0.
Kristín Erna var ekki hætt því hún skoraði þriðja markið á 42. mínútu og fullkomnaði svo þrennu sína á 70. mínútu leiksins, 4-0.
Nadia Lawrence og Ármey Valdimarsdóttir skoruðu svo sitthvort markið undir lok leiks og tryggðu ÍBV 6-0 sigur.
ÍBV lyfti sér upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum en það er með níu stig. FH er í áttunda sæti með sex stig en eftir að vinna fyrstu tvo leiki deildarinnar hefur Hafnafjarðarliðið nú tapað fjórum í röð.
Markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Kristín Erna með þrennu í stórsigri ÍBV
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
