NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2014 11:30 LeBron James og Carmelo Anthony. Vísir/Getty Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir. LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni. Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh. Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga. Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra. Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard. Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir. LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni. Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh. Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga. Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra. Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard. Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10
Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15