NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2014 11:30 LeBron James og Carmelo Anthony. Vísir/Getty Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir. LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni. Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh. Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga. Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra. Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard. Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir. LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni. Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh. Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga. Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra. Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard. Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10
Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15