Körfubolti

LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
LeBron í sínum  síðasta leik fyrir Miami Heat?
LeBron í sínum síðasta leik fyrir Miami Heat? Vísri/Getty
LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN.

LeBron sem gekk til liðs við Miami fyrir fjórum árum skrifaði undir fimm ára samning við komuna til Miami en gat sagt upp samningnum fyrir fimmta og síðasta árið.

Hann hefur nú notfært sér þetta ákvæði og er hann því í annað skiptið á ferlinum frjáls ferða sinna.

LeBron lék í sjö ár með Cleveland Cavaliers áður en hann færði sig yfir til Miami Heat. Félagsskipti hans vöktu mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum á sínum tíma en orðrómur hefur verið á lofti um að LeBron muni snúa heim til Cleveland.

Hann gæti einnig samið á ný við Miami en hann hefur leitt liðið í fjóra úrslitaleiki á síðustu fjórum árum. LeBron sem er einn besti leikmaður deildarinnar er í níunda sæti í launatöflu NBA-deildarinnar og gæti því verið á höttunum eftir betri samningi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×