Körfubolti

Duncan framlengir hjá Spurs

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tim Duncan.
Tim Duncan. Vísir/Getty
Tim Duncan mun leika sitt átjánda tímabil í NBA-deildinni á næsta tímabili en þetta var staðfest þegar hann framlengdi samning sinn um eitt ár.

Duncan var hluti af liði San Antonio Spurs sem vann NBA-meistaratitilinn á dögunum með því að slátra Miami Heat í úrslitum deildarinnar. Duncan sem er 38 ára viðurkenndi eftir leikinn að hann þyrfti að íhuga framhaldið en hann virðist ætla að taka eitt ár í viðbót.

Duncan átti flott tímabil í liði Spurs en hann var að meðaltali með 15,1 stig í leik ásamt því að taka 9,7 frákast á meðan tímabilinu stóð. Í úrslitakeppninni fór hann upp í 16,3 stig í leik en tók 9,2 frákast í 23 leikjum.

Það verða því engar stórar breytingar á liði Spurs fyrir næsta tímabil og mun hið heilaga þríeyki, Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili snúa aftur á næsta tímabili.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×