Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2014 09:57 Arngrímur með fyrsta laxinn úr Langá í sumar mynd/golli Fyrsti veiðidagur sumarsins í Langá rann upp í morgun við frábær skilyrði og það tók ekki langann tíma að taka fyrsta laxinn. Það var enginn annar en Arngrímur Fannar Haraldssson, oft betur þekktur sem Addi Fannar í Skítamóral, sem tók fyrsta fiskinn á Breiðunni á Rauða Frances. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Arnar eða veiðifélaga hans Hörð Vilberg þar sem þeir eru staddir við árbakkann vonum við að veiðin sé þannig að það haldi þeim vel við efnið. Veiðin í Langá í fyrra var eins og alls staðar frábær en lítið vantaði uppá að áin næði 3000 laxa markinu sem hefði þá orðið í fyrsta skipti. Vel er fylgst með seiðabúskapnum í ánni og af rannsóknum síðustu tveggja ára fór sterkur árgangur til sjávar í fyrravor sem ætti að skila góðu sumri í ár. Áin býr svo vel að því að hafa vatnsmiðlun upp við Langavatn sem á þurrkaárum tryggir að hún haldi góðu vatni lengur. Stangveiði Mest lesið Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði
Fyrsti veiðidagur sumarsins í Langá rann upp í morgun við frábær skilyrði og það tók ekki langann tíma að taka fyrsta laxinn. Það var enginn annar en Arngrímur Fannar Haraldssson, oft betur þekktur sem Addi Fannar í Skítamóral, sem tók fyrsta fiskinn á Breiðunni á Rauða Frances. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Arnar eða veiðifélaga hans Hörð Vilberg þar sem þeir eru staddir við árbakkann vonum við að veiðin sé þannig að það haldi þeim vel við efnið. Veiðin í Langá í fyrra var eins og alls staðar frábær en lítið vantaði uppá að áin næði 3000 laxa markinu sem hefði þá orðið í fyrsta skipti. Vel er fylgst með seiðabúskapnum í ánni og af rannsóknum síðustu tveggja ára fór sterkur árgangur til sjávar í fyrravor sem ætti að skila góðu sumri í ár. Áin býr svo vel að því að hafa vatnsmiðlun upp við Langavatn sem á þurrkaárum tryggir að hún haldi góðu vatni lengur.
Stangveiði Mest lesið Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði