7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2014 17:28 Jón Þór Júlíusson með einn af löxunum sem sem veiddust í Kjósinni í morgun Veiði hófst í Laxá í Kjós í morgun og það er óhætt að segja að áin hafi staðið fyllilega undir væntingum á fyrstu vaktinni. Fyrstu laxarnir sáust í Laxá fyrir um mánuði síðan en það er eitthvað sem gerist svo til árlega í ánni. Veiði hófst í morgun og það ekki langan tíma að setja í fyrsta laxinn en þegar morgunvaktinni lauk voru 7 laxar komnir á land og nokkir sluppu. Laxar veiddust á öllum svæðum en mest veiddist á neðsta svæðinu eins og gera mátti ráð fyrir. Nokkuð vatn er í ánni og hún er örlítið lituð en það kom ekki að sök. Aðeins einn smálax kom á land en allir hinir laxarnir sem veiddust voru 73-83 sm. Næsta á innan vébanda Hreggnasa sem opnar er Grímsá en þar hafa laxar sést og það fyrir nokkru svo það má gera ráð fyrir því að nokkuð líf verði í opnun þar. Laxá í Kjós er annars að sögn leigutaka svo til uppseld utan þess að ein eða tvær stangir voru lausar í lok sumars. Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Veiði hófst í Laxá í Kjós í morgun og það er óhætt að segja að áin hafi staðið fyllilega undir væntingum á fyrstu vaktinni. Fyrstu laxarnir sáust í Laxá fyrir um mánuði síðan en það er eitthvað sem gerist svo til árlega í ánni. Veiði hófst í morgun og það ekki langan tíma að setja í fyrsta laxinn en þegar morgunvaktinni lauk voru 7 laxar komnir á land og nokkir sluppu. Laxar veiddust á öllum svæðum en mest veiddist á neðsta svæðinu eins og gera mátti ráð fyrir. Nokkuð vatn er í ánni og hún er örlítið lituð en það kom ekki að sök. Aðeins einn smálax kom á land en allir hinir laxarnir sem veiddust voru 73-83 sm. Næsta á innan vébanda Hreggnasa sem opnar er Grímsá en þar hafa laxar sést og það fyrir nokkru svo það má gera ráð fyrir því að nokkuð líf verði í opnun þar. Laxá í Kjós er annars að sögn leigutaka svo til uppseld utan þess að ein eða tvær stangir voru lausar í lok sumars.
Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði