Úlfar: Mikilvægari hlutir framundan hjá Kristjáni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2014 14:15 Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Vísir/Daníel Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segist ekkert hafa á móti Kristjáni Þór Einarssyni, kylfingi úr GKJ, sem vandaði landsliðsþjálfaranum ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi fyrr í dag. Kristján furðar sig á landsliðsvalinu fyrir Evrópumótið í byrjun næsta mánaðar. Hann segir Úlfar hafa eitthvað persónulegt á móti sér og hann fái ekki tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Ég hef alls ekkert á móti honum. Þvert á móti hef ég mikið á lit á honum sem golfara og finnst hann hörkukylfingur. Ég hef heldur alls ekkert á móti honum sem persónu. Það er bara alrangt og leiðinlegur misskilningur,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Kristján Þór er annar á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en sá efsti, Ragnar Már Garðarsson er sjálfvalinn. Næstu fjórir menn í liðið eru svo þeir fjórir sem eru fyrir neðan Kristján á stigalistanum. „Við erum með framtíðarpælingar í huga og þetta er það lið sem ég veðja á. Þetta eru þeir einstaklingar sem ég tel vera besta í þetta lið,“ segir Úlfar. Kristján Þór ásakaði Úlfar einnig um að velja sig ekki því hann væri að eignast annað barn og væri í raun búinn að ákveða að hann væri ekki með hugann við golfið. „Það er algjörlega í hans höndum hversu langt hann ætlar í íþróttinni. Barnseignir þurfa ekki að vera fyrirstaða. Ég taldi þetta bara ekki rétta tímapunktinn fyrir hann að vera í liðinu. Það er ýmislegt annað framundan hjá honum sem er mikilvægara hjá honum,“ segir Úlfar Jónsson. Golf Tengdar fréttir Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segist ekkert hafa á móti Kristjáni Þór Einarssyni, kylfingi úr GKJ, sem vandaði landsliðsþjálfaranum ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi fyrr í dag. Kristján furðar sig á landsliðsvalinu fyrir Evrópumótið í byrjun næsta mánaðar. Hann segir Úlfar hafa eitthvað persónulegt á móti sér og hann fái ekki tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Ég hef alls ekkert á móti honum. Þvert á móti hef ég mikið á lit á honum sem golfara og finnst hann hörkukylfingur. Ég hef heldur alls ekkert á móti honum sem persónu. Það er bara alrangt og leiðinlegur misskilningur,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Kristján Þór er annar á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en sá efsti, Ragnar Már Garðarsson er sjálfvalinn. Næstu fjórir menn í liðið eru svo þeir fjórir sem eru fyrir neðan Kristján á stigalistanum. „Við erum með framtíðarpælingar í huga og þetta er það lið sem ég veðja á. Þetta eru þeir einstaklingar sem ég tel vera besta í þetta lið,“ segir Úlfar. Kristján Þór ásakaði Úlfar einnig um að velja sig ekki því hann væri að eignast annað barn og væri í raun búinn að ákveða að hann væri ekki með hugann við golfið. „Það er algjörlega í hans höndum hversu langt hann ætlar í íþróttinni. Barnseignir þurfa ekki að vera fyrirstaða. Ég taldi þetta bara ekki rétta tímapunktinn fyrir hann að vera í liðinu. Það er ýmislegt annað framundan hjá honum sem er mikilvægara hjá honum,“ segir Úlfar Jónsson.
Golf Tengdar fréttir Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18
Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28