Menning

Tryggvi ráðinn nýr deildarforseti tónlistardeildar LHÍ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tryggvi M. Baldvinsson
Tryggvi M. Baldvinsson
Tryggvi M. Baldvinsson hefur verið ráðinn nýr deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Hann lauk diplómaprófi í tónsmíðum og tónfræði við Konservatorium der Stadt Wien árið 1992, en áður hafði hann tekið lokapróf frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann hefur verið mjög virkur sem tónskáld og hljómsveitarstjóri.

Tónverk hans hafa verið gefin út á fjölda hljómdiska, bæði á Íslandi og erlendis.

Tryggvi hefur mikla reynslu af kennslu og stjórnunarstörfum við framhalds- og háskóla og hefur verið kennari tónfræðagreina við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1992, deildarstjóri tónfræðadeildar 1998-2002 og deildarstjóri tónfræðagreina við sama skóla frá 2002.

Tryggvi hefur verið aðjúnkt við tónlistardeild Listaháskólans frá 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.