Körfubolti

Stíf dagskrá framundan hjá Carmelo Anthony

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Carmelo Anthony mun funda með Chicago Bulls, Houston Rockets, Dallas Mavericks, Phoenix Suns og Los Angeles Lakers á næstu dögum eftir að samningi hans hjá New York Knicks lýkur.

Anthony sem er einn af eftirsóttustu leikmönnunum á markaðnum þessa dagana gæti einnig skrifað undir samning hjá Knicks á ný og fengið stærri samning en önnur lið geta boðið. Talið er hinsvegar að hann vilji fara til liðs sem er tilbúið að berjast um titla og gefi honum strax tækifæri á því en Anthony er þrítugur.

Anthony hefur verið sterklega orðaður við Chicago Bulls og er talið að hann muni hefja viðræður sínar þar samkvæmt heimildum ESPN áður en hann heldur til Texas að ræða við Houston og Dallas, ræði við Phoenix og endi á Los Angeles Lakers.

Leikmaðurinn á hús í Los Angeles og telja forráðamenn Lakers að þeir geti nýtt sér það til að sannfæra leikmanninn um að spila við hlið Kobe Bryant á næsta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×