Fólkið í blokkinni á hvíta tjaldið Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. júlí 2014 14:15 Fjölskyldan í blokkinni er tilbúin á hvíta tjaldið jólin 2015. „Við stefnum í tökur næsta vor og ætli þetta verði ekki þá jólamyndin 2015. Það er ágætis plan,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en hann og framleiðslufyrirtækið Pegasus hafa sótt um styrk hjá Kvikmyndasjóði Íslands til að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsseríunni Fólkið í blokkinni. Sjónvarpsþáttaröðin fékk góðar viðtökur er hún var sýnd á Rúv í vetur og var planið alltaf að ráðast í gerð á annarrar seríu. „Landslagið bauð bara ekki upp á það núna. Búið að ráðstafa öllum sjónvarpsstyrkjum hjá Kvikmyndasjóði og ekki til meiri peningar hjá Rúv. Þetta var auðvitað leiðinlegt þar sem við fundum að það er eftirspurn eftir meira frá Fólkinu í blokkinni.“Kristófer Dignus, leikstjóri, er spenntur að gera meira um Fólkið í blokkinni.Kristófer settist því niður með Ólafi Hauki Símonarsyni, rithöfundi en þættirnir voru byggðir á sögu hans, og saman gerðu þeir kvikmyndahandrit með sömu persónum, í sama heimi og sjónvarpsþáttaröðin nema glænýr söguþráður. Kvikmyndin hefur fengið titilinn Fólkið í blokkinni og dýragarðurinn.„Handritið er nú komið til kvikmyndasjóðs, klappað og klárt, og nú krossum við bara putta og vonum það besta. Rúv mun eflaust koma eitthvað að framleiðslunni með okkur. Þættirnir eru dýrir og mér skilst að Rúv vilji frekar gera meira og ódýrara innlent efni.“ Með aðalhlutverk í þáttunum fóru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Hansson, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Andrea Marín Andrésdóttir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Við stefnum í tökur næsta vor og ætli þetta verði ekki þá jólamyndin 2015. Það er ágætis plan,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en hann og framleiðslufyrirtækið Pegasus hafa sótt um styrk hjá Kvikmyndasjóði Íslands til að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsseríunni Fólkið í blokkinni. Sjónvarpsþáttaröðin fékk góðar viðtökur er hún var sýnd á Rúv í vetur og var planið alltaf að ráðast í gerð á annarrar seríu. „Landslagið bauð bara ekki upp á það núna. Búið að ráðstafa öllum sjónvarpsstyrkjum hjá Kvikmyndasjóði og ekki til meiri peningar hjá Rúv. Þetta var auðvitað leiðinlegt þar sem við fundum að það er eftirspurn eftir meira frá Fólkinu í blokkinni.“Kristófer Dignus, leikstjóri, er spenntur að gera meira um Fólkið í blokkinni.Kristófer settist því niður með Ólafi Hauki Símonarsyni, rithöfundi en þættirnir voru byggðir á sögu hans, og saman gerðu þeir kvikmyndahandrit með sömu persónum, í sama heimi og sjónvarpsþáttaröðin nema glænýr söguþráður. Kvikmyndin hefur fengið titilinn Fólkið í blokkinni og dýragarðurinn.„Handritið er nú komið til kvikmyndasjóðs, klappað og klárt, og nú krossum við bara putta og vonum það besta. Rúv mun eflaust koma eitthvað að framleiðslunni með okkur. Þættirnir eru dýrir og mér skilst að Rúv vilji frekar gera meira og ódýrara innlent efni.“ Með aðalhlutverk í þáttunum fóru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Hansson, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Andrea Marín Andrésdóttir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira