Leið um Teigsskóg reynd til þrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2014 19:45 Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. Áætlun um nýtt umhverfismat var lögð inn til Skipulagsstofnunar um helgina. Það var raunar eitt fyrsta verk Hönnu Birnu Kristjándóttur sem ráðherra vegamála í fyrravor að skoða Teigsskóg og biðja um nýtt umhverfismat fyrir veg þar í gegn. Skipulagsstofnun gaf hins vegar Vegagerðinni það óformlega svar í síðasta mánuði að það gengi ekki, þar sem búið væri að hafna framkvæmdinni, jafnvel þótt ný tillaga væri um breytta veglínu. Vegagerðin gefst samt ekki upp.Leiðin sem Vegagerðin vill fara með Vestfjarðaveg til að losna við Ódrjúgsháls og Hjallaháls.„Við höfum núna um helgina skilað inn tillögu að matsáætlun þar sem þessi lína er, - með ýmsum fleirum, - viljum fá formlega afstöðu stofnunarinnar, af því að hingað til hefur þetta verið svona óformlegt samband okkar á milli varðandi þessa nýju línu,” sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Formleg niðurstaða er kæranleg til æðra stjórnvalds og því virðist sem Vegagerðin sé tilbúin að fara í hart gegn afstöðu Skipulagsstofnunar. „Ég veit ekki hvort við segjum að fara í hart. En við ætlum að reyna allt sem við getum til þess að að fá þessa línu inn í matsferlið. Við erum ekki að tala um að fá framkvæmdaleyfi fyrir henni núna. Við erum að tala um að fá að skoða hana í umhverfismatsferli, ásamt ýmsum fleiri línum,” segir vegamálastjóri. Við blasir að Skipulagsstofnun muni aftur segja nei. En er þá ætlan Vegagerðar að reyna að fá slíkri neitun hnekkt með kæru? „Það hefur nú ekki verið tekin ákvörðun um það. En það er ekkert ólíklegt að við reynum að fara þá leið til enda því það eru ákveðnir úrskurðaraðilar þar sem geta tekið við slíkri niðurstöðu.” -En hversvegna leggur Vegagerðin þessa ofuráherslu á leiðina um Teigsskóg? „Af því að þetta er að okkar mati langbesta vegtengingin. Þetta er öruggasti vegurinn og við teljum að umhverfisáhrifin séu, með okkar nýju útfærslum, ekki það mikil að það ætti ekki að vera hægt að samþykkja hana. En auðvitað getum við ekki litið framhjá því að þetta er líka kostnaðarspursmál. Þessi lína er þremur milljörðum ódýrari heldur en næsti kostur sem kæmi þá upp á borðið. Og við teljum einfaldlega að það sé ábyrgðarhluti að reyna ekki til þrautar að koma því í gegn því það er hægt að gera gífurlega mikið í samgöngumálum þarna og annarsstaðar fyrir þrjá milljarða,” segir Hreinn Haraldsson. Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011 þeirri stefnumörkun Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, að hafna láglendisleið um Teigsskóg.Mynd/Egill Aðalsteinsson. Teigsskógur Tengdar fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03 Telur breyttan veg ekki leyfa nýtt umhverfismat Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu. 25. júní 2014 20:00 Vilja lagafrumvarp um Teigsskógarveg Bæjarráð Vesturbyggðar segir að samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum þoli ekki frekari tafir á vegaframkvæmdum. 30. júní 2014 17:00 Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að láta reyna til þrautar að koma vegi um Teigsskóg í gegnum skipulagsferli. Áætlun um nýtt umhverfismat var lögð inn til Skipulagsstofnunar um helgina. Það var raunar eitt fyrsta verk Hönnu Birnu Kristjándóttur sem ráðherra vegamála í fyrravor að skoða Teigsskóg og biðja um nýtt umhverfismat fyrir veg þar í gegn. Skipulagsstofnun gaf hins vegar Vegagerðinni það óformlega svar í síðasta mánuði að það gengi ekki, þar sem búið væri að hafna framkvæmdinni, jafnvel þótt ný tillaga væri um breytta veglínu. Vegagerðin gefst samt ekki upp.Leiðin sem Vegagerðin vill fara með Vestfjarðaveg til að losna við Ódrjúgsháls og Hjallaháls.„Við höfum núna um helgina skilað inn tillögu að matsáætlun þar sem þessi lína er, - með ýmsum fleirum, - viljum fá formlega afstöðu stofnunarinnar, af því að hingað til hefur þetta verið svona óformlegt samband okkar á milli varðandi þessa nýju línu,” sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Formleg niðurstaða er kæranleg til æðra stjórnvalds og því virðist sem Vegagerðin sé tilbúin að fara í hart gegn afstöðu Skipulagsstofnunar. „Ég veit ekki hvort við segjum að fara í hart. En við ætlum að reyna allt sem við getum til þess að að fá þessa línu inn í matsferlið. Við erum ekki að tala um að fá framkvæmdaleyfi fyrir henni núna. Við erum að tala um að fá að skoða hana í umhverfismatsferli, ásamt ýmsum fleiri línum,” segir vegamálastjóri. Við blasir að Skipulagsstofnun muni aftur segja nei. En er þá ætlan Vegagerðar að reyna að fá slíkri neitun hnekkt með kæru? „Það hefur nú ekki verið tekin ákvörðun um það. En það er ekkert ólíklegt að við reynum að fara þá leið til enda því það eru ákveðnir úrskurðaraðilar þar sem geta tekið við slíkri niðurstöðu.” -En hversvegna leggur Vegagerðin þessa ofuráherslu á leiðina um Teigsskóg? „Af því að þetta er að okkar mati langbesta vegtengingin. Þetta er öruggasti vegurinn og við teljum að umhverfisáhrifin séu, með okkar nýju útfærslum, ekki það mikil að það ætti ekki að vera hægt að samþykkja hana. En auðvitað getum við ekki litið framhjá því að þetta er líka kostnaðarspursmál. Þessi lína er þremur milljörðum ódýrari heldur en næsti kostur sem kæmi þá upp á borðið. Og við teljum einfaldlega að það sé ábyrgðarhluti að reyna ekki til þrautar að koma því í gegn því það er hægt að gera gífurlega mikið í samgöngumálum þarna og annarsstaðar fyrir þrjá milljarða,” segir Hreinn Haraldsson. Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011 þeirri stefnumörkun Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, að hafna láglendisleið um Teigsskóg.Mynd/Egill Aðalsteinsson.
Teigsskógur Tengdar fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03 Telur breyttan veg ekki leyfa nýtt umhverfismat Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu. 25. júní 2014 20:00 Vilja lagafrumvarp um Teigsskógarveg Bæjarráð Vesturbyggðar segir að samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum þoli ekki frekari tafir á vegaframkvæmdum. 30. júní 2014 17:00 Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03
Telur breyttan veg ekki leyfa nýtt umhverfismat Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu. 25. júní 2014 20:00
Vilja lagafrumvarp um Teigsskógarveg Bæjarráð Vesturbyggðar segir að samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum þoli ekki frekari tafir á vegaframkvæmdum. 30. júní 2014 17:00
Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. 29. ágúst 2011 19:13