„Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2014 10:47 Nanna Björk Barkardóttir æfir sund með Sundfélaginu Óðni á Akureyri. „Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði. Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
„Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði.
Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27