Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Karl Lúðvíksson kalli@365.is skrifar 4. júlí 2014 12:05 Mynd: KL Þegar veiðimenn kvarta yfir sólríkum og þurrum sumrum eru landar þeirra ekki sammála og þegar rignir og veiðimenn fagna er það sama uppá teningnum. En þegar rigningin ákveður að fara "all IN" með roki sem fer upp á þann skala að trampólín flykkjast úr görðum landsmanna til suðlægari landa eru veiðimenn og aðrir sammála um að nóg sé komið af þessu veðri. Veiðimenn hafa alltaf fagnað smá vætu í árnar á sumrin og fagnað gífurlega þegar úrhellin koma á þurrkasumrum en það er ekki mikið fagnað á enn einum rigningardeginum í dag þegar árnar eru svo bólgnar að laxinn bíður þetta af sér í sjónum í stað þess að ganga upp í ánna sína. Það virðist sem veðurguðirnir séu í einhverjum leik og ákveða að sjá hversu veiðióðir við getum í raun verið og stilla rigninguna á hámarks úrhelli, bæta við það slangur af stormi, kreista jafnvel smá hagl og þrumur yfir í restina til að sjá hvenær við gefumst upp. Og enn tórum við út í á með þá einu von að fá töku sem gerir alla þessa "útiveru" þess virði. Þeir eru margir veiðimennirnir sem standa í því þessa dagana að útskýra fyrir mökum sínum af hverju það er góð hugmynd að standa út í þessu veðri og koma svo jafnvel heim með ekkert. Það þarf held ég ekkert að útskýra þetta á annan hatt en að segja hvað þetta er rosalega gaman….eða þannig. Veður Stangveiði Mest lesið Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði
Þegar veiðimenn kvarta yfir sólríkum og þurrum sumrum eru landar þeirra ekki sammála og þegar rignir og veiðimenn fagna er það sama uppá teningnum. En þegar rigningin ákveður að fara "all IN" með roki sem fer upp á þann skala að trampólín flykkjast úr görðum landsmanna til suðlægari landa eru veiðimenn og aðrir sammála um að nóg sé komið af þessu veðri. Veiðimenn hafa alltaf fagnað smá vætu í árnar á sumrin og fagnað gífurlega þegar úrhellin koma á þurrkasumrum en það er ekki mikið fagnað á enn einum rigningardeginum í dag þegar árnar eru svo bólgnar að laxinn bíður þetta af sér í sjónum í stað þess að ganga upp í ánna sína. Það virðist sem veðurguðirnir séu í einhverjum leik og ákveða að sjá hversu veiðióðir við getum í raun verið og stilla rigninguna á hámarks úrhelli, bæta við það slangur af stormi, kreista jafnvel smá hagl og þrumur yfir í restina til að sjá hvenær við gefumst upp. Og enn tórum við út í á með þá einu von að fá töku sem gerir alla þessa "útiveru" þess virði. Þeir eru margir veiðimennirnir sem standa í því þessa dagana að útskýra fyrir mökum sínum af hverju það er góð hugmynd að standa út í þessu veðri og koma svo jafnvel heim með ekkert. Það þarf held ég ekkert að útskýra þetta á annan hatt en að segja hvað þetta er rosalega gaman….eða þannig.
Veður Stangveiði Mest lesið Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Farið að sjatna í Norðurá Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði