Baráttan um LeBron: Spilar hann með Melo og Bosh í Phoenix? Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 11:30 LeBron James vill ríflega 20 milljónir dala í laun fyrir fyrsta árið hjá nýju liði. vísir/getty Baráttan um þjónustu LeBronsJames í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram eftir að hann varð formlega laus allra mála frá Miami Heat á þriðjudaginn. LeBron er að skoða sín mál og er tilbúinn að yfirgefa Miami finni hann rétt lið sem getur borgað honum uppsett verð og smíðað meistaralið í kringum hann. Samkvæmt heimildum ESPN hafa forráðamenn Phoenix Suns, Houston Rockets, Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers hitt Rich Paul, umboðsmann LeBrons, að máli í Cleveland þar sem skrifstofur hans eru.Mitch Kupchak, framkvæmdasjóri Los Angeles Lakers, flýgur svo til Cleveland í dag og ræðir við Paul, að því fram kemur í frétt ESPN.Carmelo Anthony verður líklega ekki áfram hjá New York.vísir/gettyPhoenix Suns er sagt íhuga að mæta til leiks með ofurlið á næsta ári en RobertSarver, eigandi Suns, ræddi við umboðsmann LeBrons á miðvikudaginn. Hann er sagður vilja lokka besta körfuboltamann heims til Phoenix með því að semja einnig við CarmeloAnthony og ChrisBosh. Báðir eru lausir allra mála frá sínum félögum og eru á félagaskiptamarkaðnum. Spennandi hlutir eru að gerast í Phoenix en liðið kom gríðarlega á óvart á síðustu leiktíð og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina.Mark Cuban, milljarðamæringurinn skrautlegi sem á Dallas Mavericks, hafnar því reyndar að hafa verið í Cleveland á dögunum til að ræða við Rich Paul. Hann segist hafa verið þar í tökum fyrir sjónvarpsþáttinn Shark Tank sem hann er stór hluti af.Dwayne Wade og Chris Bosh geta samið við önnur lið.vísir/gettyLeBron James ætlar ekki að hitta nein lið formlega sjálfur eins og hann gerði fyrir fjórum árum heldur mun umboðsmaður hans sjá um allt. LeBron er í fríi með fjölskyldunni og ætlar að sjá úrslitaleik HM í fótbolta í Ríó þann 13. júlí. Ekki er útilokað að LeBron verði áfram í Miami, en þar á bæ eru menn að reyna að búa til annað meistaralið í kringum hann. Það mun þó reynast Miami-mönnum erfitt því bæði Dwayne Wade og Chris Bosh eru með lausa samninga og vilja fá ríkulega borgað. Fari Bosh er líklegt að PauGasol komi frá Lakers en forráðamenn Miami hafa átt í viðræðum við hann um að koma fyrir viðráðanlegan samning. NBA Tengdar fréttir LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Baráttan um þjónustu LeBronsJames í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram eftir að hann varð formlega laus allra mála frá Miami Heat á þriðjudaginn. LeBron er að skoða sín mál og er tilbúinn að yfirgefa Miami finni hann rétt lið sem getur borgað honum uppsett verð og smíðað meistaralið í kringum hann. Samkvæmt heimildum ESPN hafa forráðamenn Phoenix Suns, Houston Rockets, Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers hitt Rich Paul, umboðsmann LeBrons, að máli í Cleveland þar sem skrifstofur hans eru.Mitch Kupchak, framkvæmdasjóri Los Angeles Lakers, flýgur svo til Cleveland í dag og ræðir við Paul, að því fram kemur í frétt ESPN.Carmelo Anthony verður líklega ekki áfram hjá New York.vísir/gettyPhoenix Suns er sagt íhuga að mæta til leiks með ofurlið á næsta ári en RobertSarver, eigandi Suns, ræddi við umboðsmann LeBrons á miðvikudaginn. Hann er sagður vilja lokka besta körfuboltamann heims til Phoenix með því að semja einnig við CarmeloAnthony og ChrisBosh. Báðir eru lausir allra mála frá sínum félögum og eru á félagaskiptamarkaðnum. Spennandi hlutir eru að gerast í Phoenix en liðið kom gríðarlega á óvart á síðustu leiktíð og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina.Mark Cuban, milljarðamæringurinn skrautlegi sem á Dallas Mavericks, hafnar því reyndar að hafa verið í Cleveland á dögunum til að ræða við Rich Paul. Hann segist hafa verið þar í tökum fyrir sjónvarpsþáttinn Shark Tank sem hann er stór hluti af.Dwayne Wade og Chris Bosh geta samið við önnur lið.vísir/gettyLeBron James ætlar ekki að hitta nein lið formlega sjálfur eins og hann gerði fyrir fjórum árum heldur mun umboðsmaður hans sjá um allt. LeBron er í fríi með fjölskyldunni og ætlar að sjá úrslitaleik HM í fótbolta í Ríó þann 13. júlí. Ekki er útilokað að LeBron verði áfram í Miami, en þar á bæ eru menn að reyna að búa til annað meistaralið í kringum hann. Það mun þó reynast Miami-mönnum erfitt því bæði Dwayne Wade og Chris Bosh eru með lausa samninga og vilja fá ríkulega borgað. Fari Bosh er líklegt að PauGasol komi frá Lakers en forráðamenn Miami hafa átt í viðræðum við hann um að koma fyrir viðráðanlegan samning.
NBA Tengdar fréttir LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30
Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30