Eins og Vísir hefur áður greint frá þá munu ofurhetjurnar Batman og Superman koma saman á hvíta tjaldinu í fyrsta skiptið árið 2016.
Ungstirnið Henry Cavill fer með hlutverk Ofurmannsins en hann sló í gegn sem hetjan í myndinni Man of Steel sem kom út í fyrra.
Smávægilegar breytingar hafa þó verið gerðar á búningnum en Zack Snyder, framleiðandi nýju myndarinnar hefur ýjað að því að Batman, sem verður leikin af Ben Affleck og Superman verða jafnvel óvinir í myndinni.
Sjá má á meðfylgjandi ljósmynd örlítið dekkri hlið af ofurhetjunni og lítur hetjan út fyrir að vera eilítið massaðri en í Man of Steel. Það er því ekki við öðru að búast en að Batman v Superman: Dawn of Justice verði í það minnsta áhugaverð.
Dekkri hlið af Superman

Tengdar fréttir

Ben Affleck leikur Batman
Leikur í nýrri mynd sem sameinar Batman og Súperman. Áttundi í röðinni til að leika ofurhetjuna svartklæddu.

Nýr Batmobile afhjúpaður
Zack Snyder dulur á Twitter.

Superman og Batman saman á hvíta tjaldið
Zack Snyder leikstýrir myndinni, sem fer í framleiðslu á næsta ári.