Frábær opnun í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2014 12:40 Þröstur með fallegan lax í opnun Hrútafjarðarár Hrútafjarðará opnaði 1. júlí og eins og flestar árnar á norðurlandi var opnunin með allra besta móti sem gefur veiðimönnum von um gott sumar í ánni. Fyrsti laxinn kom úr Hólmahyl sem er neðarlega í ánni á "hitch" túpu sem er líklega að verða ein vinsælasta veiðiaðferðin á landinu í dag. Alls komu 5 laxar á land fyrir hádegi að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka en áin var ansi vatnsmikil á fyrsta degi. Allir laxarnir voru tveggjá ára laxar og sá stærsti var 88 sm. Alls veiddust 8 laxar á þessum fyrsta degi sem er frábær opnun í ánni en auk þeirra veiðistaða sem gáfu lax sáust laxar í Stokknum, Surt og Brúarhyl en fyrir utan að sjá laxa víða í ánni vakti það athygli veiðimanna að þeir laxar sem veiddust ofarlega voru ekki lúsugir og hafa greinilega verið í ánni í nokkurn tíma. Stangveiði Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Hrútafjarðará opnaði 1. júlí og eins og flestar árnar á norðurlandi var opnunin með allra besta móti sem gefur veiðimönnum von um gott sumar í ánni. Fyrsti laxinn kom úr Hólmahyl sem er neðarlega í ánni á "hitch" túpu sem er líklega að verða ein vinsælasta veiðiaðferðin á landinu í dag. Alls komu 5 laxar á land fyrir hádegi að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka en áin var ansi vatnsmikil á fyrsta degi. Allir laxarnir voru tveggjá ára laxar og sá stærsti var 88 sm. Alls veiddust 8 laxar á þessum fyrsta degi sem er frábær opnun í ánni en auk þeirra veiðistaða sem gáfu lax sáust laxar í Stokknum, Surt og Brúarhyl en fyrir utan að sjá laxa víða í ánni vakti það athygli veiðimanna að þeir laxar sem veiddust ofarlega voru ekki lúsugir og hafa greinilega verið í ánni í nokkurn tíma.
Stangveiði Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði