Greenland Express aflýsti aftur fyrsta fluginu Haraldur Guðmundsson skrifar 3. júlí 2014 08:36 Greenland Express ætlar að fljúga frá Akureyri tvisvar í viku. Vísir/Völundur Fyrsta flugi Greenland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar var aflýst í gær í fjórða skipti. Fyrirtækið ætlar nú að hefja áætlunarflugið 16. júlí næstkomandi. Gert Brask, stofnandi og forstjóri Greenland Express, segir hollenska fyrirtækið Denim Air, sem á flugvélina sem grænlenska flugfélagið hefur leigt fyrir ferðirnar, ekki hafa náð að manna áhöfn vélarinnar sem átti að fara frá Akureyri í gær. Hann segir fáa farþega hafa átt bókað flug. „En það er rétt að við ætlum að hefja flugið 16. júlí,“ segir Brask. Áætlunarflugið átti upphaflega að hefjast 2. júní síðastliðinn. Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu Greenland Express þann dag sagði að fyrirtækið biði þá enn eftir flughæfnisskírteini flugvélarinnar. Fluginu var þá frestað til 11. júní, þar á eftir til 25. júní og síðan til 2. júlí. Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir áætlunarflugi milli Grænlands og Danmerkur með viðkomu á Íslandi. Flugfélagið hefur yfir tveimur flugvélum að ráða en vélin sem á að fara frá Akureyri er nýuppgerður Fokker-100 sem tekur 100 manns í sæti. Fljúga á tvisvar í viku allt árið frá Akureyri til Kaupmannahafnar og þaðan til Álaborgar. Síðastliðinn vetur var greint frá því að íslenska flugfélagið Air Arctic, áður Eyjaflug, ætlaði sér að verða stór hluthafi í Greenland Express og jafnvel sameinast grænlenska flugfélaginu. „Það stóð til en við létum það ganga til baka,“ segir Bergur Axelsson, einn af fyrrverandi eigendum Air Arctic. Hann segir að flugfélagið sé ekki lengur í rekstri. Einar Aðalsteinsson, annar fyrrverandi eigandi Air Arctic, er starfsmaður Greenland Express á Íslandi. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fyrsta flugi Greenland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar var aflýst í gær í fjórða skipti. Fyrirtækið ætlar nú að hefja áætlunarflugið 16. júlí næstkomandi. Gert Brask, stofnandi og forstjóri Greenland Express, segir hollenska fyrirtækið Denim Air, sem á flugvélina sem grænlenska flugfélagið hefur leigt fyrir ferðirnar, ekki hafa náð að manna áhöfn vélarinnar sem átti að fara frá Akureyri í gær. Hann segir fáa farþega hafa átt bókað flug. „En það er rétt að við ætlum að hefja flugið 16. júlí,“ segir Brask. Áætlunarflugið átti upphaflega að hefjast 2. júní síðastliðinn. Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu Greenland Express þann dag sagði að fyrirtækið biði þá enn eftir flughæfnisskírteini flugvélarinnar. Fluginu var þá frestað til 11. júní, þar á eftir til 25. júní og síðan til 2. júlí. Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir áætlunarflugi milli Grænlands og Danmerkur með viðkomu á Íslandi. Flugfélagið hefur yfir tveimur flugvélum að ráða en vélin sem á að fara frá Akureyri er nýuppgerður Fokker-100 sem tekur 100 manns í sæti. Fljúga á tvisvar í viku allt árið frá Akureyri til Kaupmannahafnar og þaðan til Álaborgar. Síðastliðinn vetur var greint frá því að íslenska flugfélagið Air Arctic, áður Eyjaflug, ætlaði sér að verða stór hluthafi í Greenland Express og jafnvel sameinast grænlenska flugfélaginu. „Það stóð til en við létum það ganga til baka,“ segir Bergur Axelsson, einn af fyrrverandi eigendum Air Arctic. Hann segir að flugfélagið sé ekki lengur í rekstri. Einar Aðalsteinsson, annar fyrrverandi eigandi Air Arctic, er starfsmaður Greenland Express á Íslandi. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira