Hin jamaíska Shaneka Gordon skoraði öll þrjú mörk ÍBV-liðsins í 3-0 sigri á ÍA í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna þegar liðin mættust í Akraneshöllinni í kvöld.
Eyjaliðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð og markatalan í þeim leikjum er 13-0 ÍBV-liðinu í hag.
Shaneka Gordon skoraði tvö marka sinna í fyrri hálfleik og það þriðja á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Þetta annar leikurinn í röð sem Eyjakona skorar þrennur en Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði þrennu í sigri á FH í síðustu viku.
Skagakonur hafa þar með tapað sjö fyrstu leikjum sínum í Pepsi-eildinni og sitja einar í botnsæti deildarinnar þremur stigum á eftir Aftureldingu og sex stigum frá öruggu sæti.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslitasíðunni úrslit.net.
Shaneka með þrennu í þriðja sigri Eyjakvenna í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
