Körfubolti

Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Forráðaðamenn Los Angeles Lakers voru ekki lengi að hafa samband við samningslausar stjörnur eftir að lið deildarinnar máttu byrja að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. Mikil endurnýjun er framundan hjá félaginu eftir slakt tímabil.

Árangur nýafstaðins tímabils var sá lélegasti í sögu félagsins en liðið vann aðeins 27 leiki af 82. Meiðsli hrjáðu liðið sem náði aldrei flugi og missti Lakers í fyrsta sinn frá árinu 2005 af úrslitakeppninni í NBA-deildinni. Er talið að félagið muni bjóða Jodie Meeks, Jordan Hill, Kent Bazemore og Nick Young samning á ný en aðrir samningslausir leikmenn liðsins séu á förum.

Á fyrsta klukkutímanum höfðu forráðamenn liðsins samband við Carmelo Anthony, LeBron James og Pau Gasol en stuttu síðar ræddu þeir við Luol Deng, Kyle Lowry og fyrrum leikmann liðsins, Trevor Ariza.  Mun liðið leggja áherslu á að fá annað hvort LeBron og Carmelo til þess að spila við hlið Kobe Bryant síðustu ár ferilsins hans og taka síðar við leiðtogahlutverki í liðinu.





NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×