Jakob Örn verður ekki með landsliðinu í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2014 12:30 Jakob Örn Sigurðarson í landsleik gegn Ísrael. vísir/daníel KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kynntur er fyrsti æfingahópur CraigPedersens, nýs landsliðsþjálfara í körfubolta. Þrjátíu leikmenn mæta til æfinga en úr þeim hópi verður lokahópurinn valinn sem leikur í undankeppni EM 2015 í sumar. Það kom eflaust fáum á óvart að sjá nafn Jakobs Arnar Sigurðarsonar í hópnum enda Jakob verið einn besti leikmaður þjóðarinnar um árabil og lykilmaður í íslenska liðinu. Hann verður þó ekki með landsliðinu í sumar og kom honum nokkuð á óvart að sjá nafn sitt á blaði. „Ég verð ekki með og þeir vita af því,“ segir Jakob Örn í samtali við Vísi. Það er mikið áfall fyrir íslenska liðið að vera án leikstjórnandans, sem leikur með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni og er einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð. En af hverju verður hann ekki með. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ segir Jakob Örn sem ætlar að einbeita sér að öðrum hlutum í sumar. „Ég set fókusinn á fjölskylduna. Ég er með tvo unga stráka sem ég ætla einbeita mér að. Hugurinn er bara meira þar núna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. Fyrsti heimaleikur Íslands verður í Laugardalshöllinni 10. ágúst gegn Bretlandi. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Æfingahópur landsliðsins í körfubolta klár Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í körfubolta völdu í dag 30 leikmanna æfingahóp fyrir verkefnin sem framundan eru. Íslenska liðið mætir Bretlandi og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í haust. 1. júlí 2014 11:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kynntur er fyrsti æfingahópur CraigPedersens, nýs landsliðsþjálfara í körfubolta. Þrjátíu leikmenn mæta til æfinga en úr þeim hópi verður lokahópurinn valinn sem leikur í undankeppni EM 2015 í sumar. Það kom eflaust fáum á óvart að sjá nafn Jakobs Arnar Sigurðarsonar í hópnum enda Jakob verið einn besti leikmaður þjóðarinnar um árabil og lykilmaður í íslenska liðinu. Hann verður þó ekki með landsliðinu í sumar og kom honum nokkuð á óvart að sjá nafn sitt á blaði. „Ég verð ekki með og þeir vita af því,“ segir Jakob Örn í samtali við Vísi. Það er mikið áfall fyrir íslenska liðið að vera án leikstjórnandans, sem leikur með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni og er einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð. En af hverju verður hann ekki með. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ segir Jakob Örn sem ætlar að einbeita sér að öðrum hlutum í sumar. „Ég set fókusinn á fjölskylduna. Ég er með tvo unga stráka sem ég ætla einbeita mér að. Hugurinn er bara meira þar núna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. Fyrsti heimaleikur Íslands verður í Laugardalshöllinni 10. ágúst gegn Bretlandi.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Æfingahópur landsliðsins í körfubolta klár Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í körfubolta völdu í dag 30 leikmanna æfingahóp fyrir verkefnin sem framundan eru. Íslenska liðið mætir Bretlandi og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í haust. 1. júlí 2014 11:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Æfingahópur landsliðsins í körfubolta klár Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í körfubolta völdu í dag 30 leikmanna æfingahóp fyrir verkefnin sem framundan eru. Íslenska liðið mætir Bretlandi og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í haust. 1. júlí 2014 11:45