Mesta hörmung í flugsögu Hollands Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 12:20 Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. vísir/afp Forsætisráðherra Hollands segir að hrap malasísku farþegaþotunnar í Úkraínu sé mesta hörmung í flugsögu landsins sem dunið hafi yfir hollensku þjóðina. En flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Varaforseti Bandaríkjanna fullyrðir að flugvélin hafi verið skotin niður. Þótt flest bendi til að Boeing 777 farþegaþota Malaysian flugfélagsins hafi verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, hefur enginn gengist við því að hafa skotið á flugvélina. Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því “að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur gegn mankyninu og með honum hefði verið farið yfir öll strik,” eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. En ekki hefur verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessarra manna. Tekist hefur að staðfesta þjóðerni hluta þeirra 298 sem voru um borð í flugvélinni. 154 þeirra voru Hollendingar, 27 Ástralir, 23 Malasar, 23 Bandaríkjamenn, 11 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar og 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni um tuttugu farþega. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Uppreisnarmenn í austuhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn. MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir að hrap malasísku farþegaþotunnar í Úkraínu sé mesta hörmung í flugsögu landsins sem dunið hafi yfir hollensku þjóðina. En flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Varaforseti Bandaríkjanna fullyrðir að flugvélin hafi verið skotin niður. Þótt flest bendi til að Boeing 777 farþegaþota Malaysian flugfélagsins hafi verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, hefur enginn gengist við því að hafa skotið á flugvélina. Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því “að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur gegn mankyninu og með honum hefði verið farið yfir öll strik,” eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. En ekki hefur verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessarra manna. Tekist hefur að staðfesta þjóðerni hluta þeirra 298 sem voru um borð í flugvélinni. 154 þeirra voru Hollendingar, 27 Ástralir, 23 Malasar, 23 Bandaríkjamenn, 11 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar og 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni um tuttugu farþega. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Uppreisnarmenn í austuhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn.
MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42