Sport

Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ég hef aðeins litið á hvernig hann hreyfir sig og hvernig hann er í hringnum,“ sagði Gunnar Nelson, bardagakappi, í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á dögunum fyrir bardaga sinn gegn Zak Cummings.

„Hann er sterkur og mun væntanlega reyna að stjórna hvar bardaginn fer fram. Hann getur slegið þokkalega fast og er snöggur svo ég hugsa að þetta verði svipað og síðustu bardagar mínir. Ég mun reyna að láta hann ráðast á mig og reyna að þreyta hann,“ sagði Gunnar sem sagðist ætla að notfæra sér allt sem hann gæti.

„Hann er ekkert svakalega lipur standandi finnst mér af því sem ég hef fylgst með honum en hann er alltaf hættulegur. Maður má aldrei vanvirða andstæðinginn en ég hugsa að ég hafi fleiri möguleika standandi en hann. Ég reyni að einblína frekar á hvað ég get gert frekar en að skoða andstæðinginn sem slíkan.“

Gunnar reynir að taka hlutina rólega á degi bardaga.

„Við förum og röltum um og fáum okkur að borða. Maður spáir í öðrum hlutum og lætur ekkert á sig hafa. Þetta er bara eins og að eyða sunnudegi með vinum. Síðustu klukkustundirnar eyði ég með teyminu mínu en ég reyni að vera ekki að festa mig í neinni rútínu. Mér finnst betra að leyfa hlutunum að hafa sinn gang,“

MMA

Tengdar fréttir

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband

Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.

Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars

Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×