Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2014 20:04 Hlutfall tveggja ára laxa er einstaklega gott í Eystri Rangá Þegar þessi orð eru sleginn í tölvuna styttist í að vikuleg samantekt á veiðitölum komi frá Landssambandi Veiðifélaga og það er ekki laust við að spenna sé í loftinu. Það fer ekkert á milli mála að eitthvað mikið er að í smálaxagöngunum en það sem bætir þær upp víðast hvar eru sterkar stórlaxagöngur sem hafa borið uppi veiðina í mörgum ánum. Svo eru nokkrar ár sem virðast vera á góðu róli og sýna enga eftirgjöf og þeirra á meðal er Eystri Rangá. Þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður þegar áin hefru vaxið mikið, farið í lit og ofan á lagt verið leiðindarveður bar samanburðarvikan 3-10 júlí milli áranna 2013 og 2014 núverandi ári í hag svo það munaði 48 löxum. Veiðin 2013 í Eystri Rangá var 4797 laxar og menn velta því fyrir sér hvort áin finni ekki fyrir vöntun á smálaxi þetta árið og haldi dampi? Göngur í ánna eru ágætar og vaxandi en áin fer yfirleitt ekki í fullann gír fyrr en eftir miðjan júlí. Það verður þess vegna spennandi að sjá hvort Eystri Rangá kemur til með að standa upp úr í sumar eins og mörg önnur ár. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Þegar þessi orð eru sleginn í tölvuna styttist í að vikuleg samantekt á veiðitölum komi frá Landssambandi Veiðifélaga og það er ekki laust við að spenna sé í loftinu. Það fer ekkert á milli mála að eitthvað mikið er að í smálaxagöngunum en það sem bætir þær upp víðast hvar eru sterkar stórlaxagöngur sem hafa borið uppi veiðina í mörgum ánum. Svo eru nokkrar ár sem virðast vera á góðu róli og sýna enga eftirgjöf og þeirra á meðal er Eystri Rangá. Þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður þegar áin hefru vaxið mikið, farið í lit og ofan á lagt verið leiðindarveður bar samanburðarvikan 3-10 júlí milli áranna 2013 og 2014 núverandi ári í hag svo það munaði 48 löxum. Veiðin 2013 í Eystri Rangá var 4797 laxar og menn velta því fyrir sér hvort áin finni ekki fyrir vöntun á smálaxi þetta árið og haldi dampi? Göngur í ánna eru ágætar og vaxandi en áin fer yfirleitt ekki í fullann gír fyrr en eftir miðjan júlí. Það verður þess vegna spennandi að sjá hvort Eystri Rangá kemur til með að standa upp úr í sumar eins og mörg önnur ár.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði