Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Opna breska meistaramótið 16. júlí 2014 22:00 Augu margra verða á Woods um helgina. AP/Getty Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00. Golf Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00.
Golf Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira