Allt útlit fyrir aukna einkaneyslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2014 10:11 Íslendingar hafa meira ráðrúm til að versla nú en áður. vísi/vilhelm Kortavelta einstaklinga jókst um 7,3% að raungildi í júní frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun. Þar af jókst kortavelta innanlands að raungildi um 5,6% en kortavelta erlendis um 20,6%. Greining Íslandsbanka segir að vöxturinn sé á svipuðum nótum og hann var í maí síðastliðnum og bendir allt til þess að vöxtur einkaneyslu muni mælast umtalsverður á 2. fjórðungi ársins. Að jafnaði óx kortavelta einstaklinga um 5,1% að raungildi á 2. Ársfjórðungi frá sama tíma árið áður. Þar af jókst kortavelta innanlands um 3,4% en kortavelta erlendis um 19,0%. Greining Íslandsbanka segir að aðrar vísbendingar um neyslu heimilanna séu á sama veg. Þannig var gríðarleg fjölgun á nýskráningum bifreiða samkvæmt tölum frá Samgöngustofu, en bifreiðakaup eru stór hluti þeirrar einkaneyslu sem ekki er greidd með greiðslukortum. Einnig má nefna að Væntingavísitala Gallup (VVG) tók hressilega við sér í júní sl., og fór upp fyrir 100 stigin og jafnframt í sitt hæsta gildi frá því í febrúar 2008. Sömu sögu má segja af nýjustu ársfjórðungsmælingu stórkaupavísitölu Gallup, sem birt var samhliða VVG í júnímánuði, sem náði einnig sínu hæsta gildi frá september 2008. Þýðir það m.ö.o. að íslenskir neytendur eru líklegri til þess að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið frá hruni, þ.e. að festa kaup á húsnæði eða bifreið á næstu 6 mánuðum, eða ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum. Í þessu sambandi má nefna að tölur Ferðamálastofu hafa sýnt mikla fjölgun í utanlandsferðum, og í raun höfðu ekki jafn margir Íslendingar haldið erlendis í einum mánuði og í júní síðastliðnum síðan fyrir hrun. „Sé tekið mið af fyrri helming ársins þá hefur kortavelta einstaklinga aukist um 5,3% að raunvirði frá sama tímabili í fyrra. Við teljum líkt og aðrir að einkaneyslan muni vega mun þyngra í hagvexti þetta árið en hún gerði í fyrra þegar utanríkisviðskipti, þá sér í lagi gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar, drógu hagvaxtarvagninn að langmestu leyti. Ríma því tölur fyrir þróunina það sem af er ári ágætlega við spá okkar um 4,2% einkaneysluvöxt á árinu í heild, en þar gerðum ráð fyrir að eitthvað myndi hægja á vexti einkaneyslunnar eftir því sem liði á árið,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Kortavelta einstaklinga jókst um 7,3% að raungildi í júní frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun. Þar af jókst kortavelta innanlands að raungildi um 5,6% en kortavelta erlendis um 20,6%. Greining Íslandsbanka segir að vöxturinn sé á svipuðum nótum og hann var í maí síðastliðnum og bendir allt til þess að vöxtur einkaneyslu muni mælast umtalsverður á 2. fjórðungi ársins. Að jafnaði óx kortavelta einstaklinga um 5,1% að raungildi á 2. Ársfjórðungi frá sama tíma árið áður. Þar af jókst kortavelta innanlands um 3,4% en kortavelta erlendis um 19,0%. Greining Íslandsbanka segir að aðrar vísbendingar um neyslu heimilanna séu á sama veg. Þannig var gríðarleg fjölgun á nýskráningum bifreiða samkvæmt tölum frá Samgöngustofu, en bifreiðakaup eru stór hluti þeirrar einkaneyslu sem ekki er greidd með greiðslukortum. Einnig má nefna að Væntingavísitala Gallup (VVG) tók hressilega við sér í júní sl., og fór upp fyrir 100 stigin og jafnframt í sitt hæsta gildi frá því í febrúar 2008. Sömu sögu má segja af nýjustu ársfjórðungsmælingu stórkaupavísitölu Gallup, sem birt var samhliða VVG í júnímánuði, sem náði einnig sínu hæsta gildi frá september 2008. Þýðir það m.ö.o. að íslenskir neytendur eru líklegri til þess að ráðast í stórkaup nú en þeir hafa verið frá hruni, þ.e. að festa kaup á húsnæði eða bifreið á næstu 6 mánuðum, eða ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum. Í þessu sambandi má nefna að tölur Ferðamálastofu hafa sýnt mikla fjölgun í utanlandsferðum, og í raun höfðu ekki jafn margir Íslendingar haldið erlendis í einum mánuði og í júní síðastliðnum síðan fyrir hrun. „Sé tekið mið af fyrri helming ársins þá hefur kortavelta einstaklinga aukist um 5,3% að raunvirði frá sama tímabili í fyrra. Við teljum líkt og aðrir að einkaneyslan muni vega mun þyngra í hagvexti þetta árið en hún gerði í fyrra þegar utanríkisviðskipti, þá sér í lagi gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar, drógu hagvaxtarvagninn að langmestu leyti. Ríma því tölur fyrir þróunina það sem af er ári ágætlega við spá okkar um 4,2% einkaneysluvöxt á árinu í heild, en þar gerðum ráð fyrir að eitthvað myndi hægja á vexti einkaneyslunnar eftir því sem liði á árið,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira