Korpa sjaldan litið betur út til veiða Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2014 14:41 Eins lítil og nett sem Korpan er virðist hún alltaf halda sínum hlut í veiðinni og það er engin undantekning á þar í sumar. Áin er komin í 50 laxa á sínar tvær stangir sem er fín veiði og besta tímabilið samt eftir. Það er ekki oft sem áin er í gullvatni í júlí en núna í þessum rigningarham sem veðrið er búið að vera í er nóg vatn í ánni og gott magn af laxi að ganga í hana á hverju flóði. Korpa er mjög vinsæl sem sést best á aðsókn í hana en hún er sem stendur uppseld í júlí en einhverjar stangir eru eftir í ágúst og þær má nálgast hjá leigutakanum www.hreggnasa.is Góður gangur í líka í systuránni Elliðaá en það styttist í að hún nái 200 löxum enda veiðin þar búin að vera nokkuð jöfn og þar er fiskur að ganga inn á hverju flóði. Eitthvað hefur borið á örlöxum í henni og hafa margir veiðimenn hreinlega brugðið á það ráð að sleppa þeim löxum ef þær rata á flugurnar og vonast til að ná einhverjum aðeins stærri í næsta kasti og sem betur fer er það yfirleitt raunin. Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Tíu laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa Veiði
Eins lítil og nett sem Korpan er virðist hún alltaf halda sínum hlut í veiðinni og það er engin undantekning á þar í sumar. Áin er komin í 50 laxa á sínar tvær stangir sem er fín veiði og besta tímabilið samt eftir. Það er ekki oft sem áin er í gullvatni í júlí en núna í þessum rigningarham sem veðrið er búið að vera í er nóg vatn í ánni og gott magn af laxi að ganga í hana á hverju flóði. Korpa er mjög vinsæl sem sést best á aðsókn í hana en hún er sem stendur uppseld í júlí en einhverjar stangir eru eftir í ágúst og þær má nálgast hjá leigutakanum www.hreggnasa.is Góður gangur í líka í systuránni Elliðaá en það styttist í að hún nái 200 löxum enda veiðin þar búin að vera nokkuð jöfn og þar er fiskur að ganga inn á hverju flóði. Eitthvað hefur borið á örlöxum í henni og hafa margir veiðimenn hreinlega brugðið á það ráð að sleppa þeim löxum ef þær rata á flugurnar og vonast til að ná einhverjum aðeins stærri í næsta kasti og sem betur fer er það yfirleitt raunin.
Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Tíu laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa Veiði