Justin Rose vann í Skotlandi eftir gallalausan lokahring 13. júlí 2014 18:07 Justin Rose er líklegur til afreka á Opna breska meistaramótinu. AP/Getty Englendingurinn Justin Rose sigraði á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Royal Aberdeen vellinum en hann lék hringina fjóra á samtals undir 16 pari. Rose leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag þar sem hann gerði engin mistök, fékk ekki einn einasta skolla og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari. Hinn sænski Kristoffer Broeberg nældi sér í annað sætið en hann endaði mótið tveimur höggum á eftir Rose, á 14 höggum undir pari. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu um helgina sem alla jafna leika ekki á Evrópumótaröðinni. Þar má helst nefna Phil Mickelson sem sigraði á þessu móti í fyrra en hann er tíður gestur á Opna skoska enda er mótið talið góður undirbúningur undir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku. Mickelson átti ágæta titilvörn og endaði að lokum jafn í 11. sæti á átta höggum undir pari. Rickie Fowler var einnig með en hann endaði á níu höggum undir pari, jafn í áttunda sæti.Rory McIloy átti sveiflukennda viku en hann endaði jafn í 14. sæti á sjö höggum undir pari en hann hefði verið í toppbaráttunni um helgina ef ekki hefði verið fyrir hræðilegan annan hring á föstudaginn þar sem hann lék á 78 höggum eða sjö yfir pari. Golf Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose sigraði á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Royal Aberdeen vellinum en hann lék hringina fjóra á samtals undir 16 pari. Rose leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag þar sem hann gerði engin mistök, fékk ekki einn einasta skolla og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari. Hinn sænski Kristoffer Broeberg nældi sér í annað sætið en hann endaði mótið tveimur höggum á eftir Rose, á 14 höggum undir pari. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu um helgina sem alla jafna leika ekki á Evrópumótaröðinni. Þar má helst nefna Phil Mickelson sem sigraði á þessu móti í fyrra en hann er tíður gestur á Opna skoska enda er mótið talið góður undirbúningur undir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku. Mickelson átti ágæta titilvörn og endaði að lokum jafn í 11. sæti á átta höggum undir pari. Rickie Fowler var einnig með en hann endaði á níu höggum undir pari, jafn í áttunda sæti.Rory McIloy átti sveiflukennda viku en hann endaði jafn í 14. sæti á sjö höggum undir pari en hann hefði verið í toppbaráttunni um helgina ef ekki hefði verið fyrir hræðilegan annan hring á föstudaginn þar sem hann lék á 78 höggum eða sjö yfir pari.
Golf Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti