Tekur ekki vel í sölu áfengis í verslunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 20:00 VISIR/GVA Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira