Formúla 1

Eigin­kona Schumachers: Við sjáum fram­farir

Tómas Þór Þórðarso skrifar
Michael og Corinna Schumacher.
Michael og Corinna Schumacher. vísir/getty

Corinna Schumacher, eiginkona ökuþórsins MichaelsSchumachers sem lenti í alvarlegu skíðaslysi í desember á síðasta ári, tjáði sig í gær í fyrsta skipti síðan heimsmeistarinn fyrrverandi lent í slysinu.



„Hægt en rólega gengur þetta betur. Við sjáum framfarir,“ sagði hún við Neue Post sem er tímarit fyrir konur sem kemur út vikulega.



Michael Schumacher, sem er 45 ára gamall, var 170 daga á sjúkrahúsi í Grenoble í Frakklandi, en dvelur nú á endurhæfingarspítala í Lausanne í Sviss sem sérhæfir sig í heilaskaða.



Eins og allir vita er Schumacher einhver albesti Formúlu 1-ökuþór allra tíma en hann varð sjö sinnum heimsmeistari, þar af fimm sinum í röð á árunum 2000-2004.


Tengdar fréttir

Michael Schumacher úr dái

Fjölskylda Þjóðverjans þakkar öllum þeim sem hafa stutt við bakið á þeim undanfarið hálft ár.

Sjúkraskýrslum Schumacher stolið

Sjúkraskýrslum sem fjalla um ástand Michael Schumacher var stolið af franska spítalanum sem Schumacher hefur dvalist á.

Schumacher bregst við rödd konu sinnar

Michael Schumacher er sagður bregðast við þegar hann heyrir rödd eiginkonu sinnar og að hann geti andað óstuddur í ákveðinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×