10 frábær ráð sem koma þér af stað út að hlaupa Rikka skrifar 31. júlí 2014 09:00 Mynd/Getty Hvort sem að þú ert að byrja að skokka eða ert komin lengra þá eru hér 10 góð ráð fyrir þig sem að þú ættir að kíkja á.Veldu réttu skónna Vandaðu valið á hlaupaskóm og ekki fara einungis eftir útliti. Veltu því fyrir þér hvort að þú ætlir að hlaupa meira á malbiki eða utanvega. Þarftu sérstaka innan- eða utanfótarstyrkingu? Gerðu samanburð á skóm og mátaðu nokkur pör áður en að þú tekur endanlega ákvörðun. Svo þegar þú ert komin aðeins lengra í þjálfuninni, þá er ekkert athugavert við það að eiga tvenn pör..nú eða jafnvel fleiri. Byrjaðu hægt Það er ekkert fengið með því að rjúka af stað og hlaupa þangað til að þú færð blóðbragð í munninn og þannig harðsperrur daginn eftir að þú komist varla fram úr rúminu. Hverjar eru þá líkurnar á því að þú nennir aftur í bráð? Byrjaðu á því að fara styttri vegalengd og gakktu jafnvel stóran hluta af leiðinni. Það er ágætt að byrja á því að ganga í 3-4 mínútur og skokka í 1 mínútu, áður en að þú veist af ertu farin að skokka án þess að blása úr nös. Ekki drepast úr leiðindum Skelltu skemmtilegri og upplífgandi tónlist í eyrun á þér og skiptu lögunum reglulega út fyrir önnur og ný. Skokkaðu á nýju svæði, ekki hlaupa alltaf sömu gömlu leiðina aftur og aftur. Ekki teygja áður en að þú leggur af staðTeygðu eftirá Ef að þú teygir áður en að þú leggur af stað áttu það á hættu að togna. Teygðu eftir skokkið, það eykur liðleika og kemur í veg fyrir meiðsli. Settu þér markmið Sama hversu lítið og ómerkilegt þér finnst það vera. Þó að það sé ekki nema bara að drífa sig út eða í ræktina, þá er verkið hálfnað. Þegar þú ert komin lengra í íþróttinni geturðu sett þér markmið að skrá þig í 10 kílómetra hlaup í einhverri góðri keppni. Trúðu mér, þetta er fljótt að koma. Styrktaræfingar Það er ekki nóg bara að skokka og ganga þú verður að styrkja fótleggina og líkamann almennt. Lyftu og gerðu fótaæfingar 2 í viku. Þú getur meira að segja gert nokkrar góðar æfingar úti, armbeygjur og allskyns fótabeygjur eru tilvaldar. Rétt líkamsstelling Hugaðu að réttri líkamsstellingu, ekki halla þér of langt fram né aftur. Beygðu handleggina í 90° og hreyfðu þá í takt, fram og tilbaka. Vertu bein í baki og brostu, þá verður allt auðveldara. Hringdu í vin Veldu þér drífandi vin sem að er æstur í að koma með þér út að hlaupa. Það er líklegra að þú nennir út ef að einhver spyr eftir þér. Ef að enginn nennir út að hlaupa er kominn tími til að skrá sig í hlaupahóp og kynnast nýju og skemmtilegu fólki. Klæddu þig eftir veðri Best er að klæða sig í lögum þannig að það sé auðvelt að fækka fötum nú eða bæta við ef því er að skipta. Ekki hlaupa í þykkum bómullarfötum, veldu létt og þægileg föt. Mundu að það er alltaf hægt að fara út að hlaupa, það snýst bara um að vera rétt búin. Slakaðu á Ekki gleyma að hrósa þér eftir hlaupin, sama hversu stutt þú fórst. Þú fórst þá allavega! Slakaðu á og leggstu jafnvel í grasið eða á mjúkan flöt, drekktu vatn og finndu hvernig þú fyllist vellíðan. Heilsa Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvort sem að þú ert að byrja að skokka eða ert komin lengra þá eru hér 10 góð ráð fyrir þig sem að þú ættir að kíkja á.Veldu réttu skónna Vandaðu valið á hlaupaskóm og ekki fara einungis eftir útliti. Veltu því fyrir þér hvort að þú ætlir að hlaupa meira á malbiki eða utanvega. Þarftu sérstaka innan- eða utanfótarstyrkingu? Gerðu samanburð á skóm og mátaðu nokkur pör áður en að þú tekur endanlega ákvörðun. Svo þegar þú ert komin aðeins lengra í þjálfuninni, þá er ekkert athugavert við það að eiga tvenn pör..nú eða jafnvel fleiri. Byrjaðu hægt Það er ekkert fengið með því að rjúka af stað og hlaupa þangað til að þú færð blóðbragð í munninn og þannig harðsperrur daginn eftir að þú komist varla fram úr rúminu. Hverjar eru þá líkurnar á því að þú nennir aftur í bráð? Byrjaðu á því að fara styttri vegalengd og gakktu jafnvel stóran hluta af leiðinni. Það er ágætt að byrja á því að ganga í 3-4 mínútur og skokka í 1 mínútu, áður en að þú veist af ertu farin að skokka án þess að blása úr nös. Ekki drepast úr leiðindum Skelltu skemmtilegri og upplífgandi tónlist í eyrun á þér og skiptu lögunum reglulega út fyrir önnur og ný. Skokkaðu á nýju svæði, ekki hlaupa alltaf sömu gömlu leiðina aftur og aftur. Ekki teygja áður en að þú leggur af staðTeygðu eftirá Ef að þú teygir áður en að þú leggur af stað áttu það á hættu að togna. Teygðu eftir skokkið, það eykur liðleika og kemur í veg fyrir meiðsli. Settu þér markmið Sama hversu lítið og ómerkilegt þér finnst það vera. Þó að það sé ekki nema bara að drífa sig út eða í ræktina, þá er verkið hálfnað. Þegar þú ert komin lengra í íþróttinni geturðu sett þér markmið að skrá þig í 10 kílómetra hlaup í einhverri góðri keppni. Trúðu mér, þetta er fljótt að koma. Styrktaræfingar Það er ekki nóg bara að skokka og ganga þú verður að styrkja fótleggina og líkamann almennt. Lyftu og gerðu fótaæfingar 2 í viku. Þú getur meira að segja gert nokkrar góðar æfingar úti, armbeygjur og allskyns fótabeygjur eru tilvaldar. Rétt líkamsstelling Hugaðu að réttri líkamsstellingu, ekki halla þér of langt fram né aftur. Beygðu handleggina í 90° og hreyfðu þá í takt, fram og tilbaka. Vertu bein í baki og brostu, þá verður allt auðveldara. Hringdu í vin Veldu þér drífandi vin sem að er æstur í að koma með þér út að hlaupa. Það er líklegra að þú nennir út ef að einhver spyr eftir þér. Ef að enginn nennir út að hlaupa er kominn tími til að skrá sig í hlaupahóp og kynnast nýju og skemmtilegu fólki. Klæddu þig eftir veðri Best er að klæða sig í lögum þannig að það sé auðvelt að fækka fötum nú eða bæta við ef því er að skipta. Ekki hlaupa í þykkum bómullarfötum, veldu létt og þægileg föt. Mundu að það er alltaf hægt að fara út að hlaupa, það snýst bara um að vera rétt búin. Slakaðu á Ekki gleyma að hrósa þér eftir hlaupin, sama hversu stutt þú fórst. Þú fórst þá allavega! Slakaðu á og leggstu jafnvel í grasið eða á mjúkan flöt, drekktu vatn og finndu hvernig þú fyllist vellíðan.
Heilsa Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira