Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2014 12:47 Það hefur verið heldur rólegt á bökkunum við Norðurá í sumar en það gæti vonandi breyst í ágúst miðað við nýjustu fréttir af svæðinu. Samkvæmt fréttum af vef Norðurár voru veiðimenn varir við flotta smálaxagöngu sem var á hraðri leið upp ánna og eins sáu menn mikið af laxi í Laxfossi. Veiðimenn sem við heyrðum frá í morgun voru búnir að missa einn lax og töluðu um að áin hefði verið vatnsmikil í gærkvöldi og í morgun en væri að sjatna mjög hratt niður aftur. Þá hefðu þeir séð fisk víða í ánni en alveg sama hvað var reynt hann fékkst ekki til að taka. Það hefur verið talað um tökutregðu víða og skýringar á því fyrirbæri liggja ekki fyrir. Veiðimaður sem var við veiðar í Langá fyrir nokkrum dögum sagði t.d. að það væri lítið að marka veiðitölurnar úr Langá þessa dagana en áin hefur rétt skilað um 200 löxum á land. Töluvert væri af laxi í sumum hyljum hennar en alveg vonlaust að fá hann til að taka. Vanur leiðsögumaður við ánna var tið að mynda við Hvítstaðahylji og þar var töluvert af laxi, en það var alveg sama hvað fór undir hann leit ekki við neinu. Eitthvað hefur borið á auknum smálaxagöngum á vesturlandi svo það er ennþá von til að ástandið í ánum batni eitthvað þó það sé alveg séð að árið er víða lélegt en alls ekki alslæmt í öllum ánum í Borgarfirði. Þverá og Kjarrá skilar sínu og þar hafa göngur tveggja ára laxa verið sérstaklega góðar og síðustu daga hefur smálaxinn verið að skila sér í auknum mæli. Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði
Það hefur verið heldur rólegt á bökkunum við Norðurá í sumar en það gæti vonandi breyst í ágúst miðað við nýjustu fréttir af svæðinu. Samkvæmt fréttum af vef Norðurár voru veiðimenn varir við flotta smálaxagöngu sem var á hraðri leið upp ánna og eins sáu menn mikið af laxi í Laxfossi. Veiðimenn sem við heyrðum frá í morgun voru búnir að missa einn lax og töluðu um að áin hefði verið vatnsmikil í gærkvöldi og í morgun en væri að sjatna mjög hratt niður aftur. Þá hefðu þeir séð fisk víða í ánni en alveg sama hvað var reynt hann fékkst ekki til að taka. Það hefur verið talað um tökutregðu víða og skýringar á því fyrirbæri liggja ekki fyrir. Veiðimaður sem var við veiðar í Langá fyrir nokkrum dögum sagði t.d. að það væri lítið að marka veiðitölurnar úr Langá þessa dagana en áin hefur rétt skilað um 200 löxum á land. Töluvert væri af laxi í sumum hyljum hennar en alveg vonlaust að fá hann til að taka. Vanur leiðsögumaður við ánna var tið að mynda við Hvítstaðahylji og þar var töluvert af laxi, en það var alveg sama hvað fór undir hann leit ekki við neinu. Eitthvað hefur borið á auknum smálaxagöngum á vesturlandi svo það er ennþá von til að ástandið í ánum batni eitthvað þó það sé alveg séð að árið er víða lélegt en alls ekki alslæmt í öllum ánum í Borgarfirði. Þverá og Kjarrá skilar sínu og þar hafa göngur tveggja ára laxa verið sérstaklega góðar og síðustu daga hefur smálaxinn verið að skila sér í auknum mæli.
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði