5 einföld ráð til þess að borða hollari fæðu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 29. júlí 2014 09:00 Vísir/Getty Algengt er að fólk telji það flókið og tímafrekt að borða heilsusamlega í nútímasamfélagi. Mikið er um unnar matvörur og eru flestar þeirra fullar af skaðlegum efnum sem stuðla að offitu og öðrum lífstílssjúkdómum. Það er því mikilvægt fyrir neytendur að vanda valið í matvöruverslunum.Hvað getur þú gert til þess að vernda þig?Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður. Gróði er helsta markmið flestra matvælafyrirtækja og veitingastaða og er heilsa almennings ekki í fyrirrúmi þegar kemur að framleiðslu matvælanna. Hér koma 5 einföld ráð til þess að hafa í huga í matarinnkaupum:Veldu náttúrulegt. Ef maturinn þinn er búinn til á rannsóknarstofu þá eru allar líkur á því að hann sé ekki mjög hollur. Reyndu frekar að velja náttúruleg matvæli, þau eru mun hollari og næringarríkari.Veldu lífrænt þegar þú getur. Skordýraeitur og önnur kemísk efni á matvælum geta verið skaðleg heilsunni. Veldu alltaf lífrænt framyfir hitt þegar þú hefur kost á til þess að vera viss um að varan sem þú kaupir sé sem hollust.Borðaðu meira úr plönturíkinu. Til þess að fá eins mikla næringu og þú mögulega getur reyndu að hafa grænmeti sem stærstan hluta af þinni fæðuinntöku. Eigðu alltaf til nóg af fersku grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og trefjaríku kornmeti í eldhúsinu. Ef það er auðvelt að nálgast hollan mat þá er minni hætta á að freistast til þess að fá sér eitthvað óhollt. Forðastu unninn mat. Ef þú lest á pakkningar matvæla og þekkir ekki heitin á hráefnunum í innihaldslýsingunni, leggðu þau frá þér og veldu frekar óunnar og náttúrulegar vörur án allra skaðlegra aukaefna.Slepptu gosi og öðrum drykkjum með viðbættum sykri. Of mikill sykur er skaðlegur heilsunni og gosdrykkir innihalda mikið magn sykurs. Varaðu þig þó einnig á sykurskertum drykkjum, þeir geta verið enn óhollari en þeir sykruðu. Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Algengt er að fólk telji það flókið og tímafrekt að borða heilsusamlega í nútímasamfélagi. Mikið er um unnar matvörur og eru flestar þeirra fullar af skaðlegum efnum sem stuðla að offitu og öðrum lífstílssjúkdómum. Það er því mikilvægt fyrir neytendur að vanda valið í matvöruverslunum.Hvað getur þú gert til þess að vernda þig?Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður. Gróði er helsta markmið flestra matvælafyrirtækja og veitingastaða og er heilsa almennings ekki í fyrirrúmi þegar kemur að framleiðslu matvælanna. Hér koma 5 einföld ráð til þess að hafa í huga í matarinnkaupum:Veldu náttúrulegt. Ef maturinn þinn er búinn til á rannsóknarstofu þá eru allar líkur á því að hann sé ekki mjög hollur. Reyndu frekar að velja náttúruleg matvæli, þau eru mun hollari og næringarríkari.Veldu lífrænt þegar þú getur. Skordýraeitur og önnur kemísk efni á matvælum geta verið skaðleg heilsunni. Veldu alltaf lífrænt framyfir hitt þegar þú hefur kost á til þess að vera viss um að varan sem þú kaupir sé sem hollust.Borðaðu meira úr plönturíkinu. Til þess að fá eins mikla næringu og þú mögulega getur reyndu að hafa grænmeti sem stærstan hluta af þinni fæðuinntöku. Eigðu alltaf til nóg af fersku grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og trefjaríku kornmeti í eldhúsinu. Ef það er auðvelt að nálgast hollan mat þá er minni hætta á að freistast til þess að fá sér eitthvað óhollt. Forðastu unninn mat. Ef þú lest á pakkningar matvæla og þekkir ekki heitin á hráefnunum í innihaldslýsingunni, leggðu þau frá þér og veldu frekar óunnar og náttúrulegar vörur án allra skaðlegra aukaefna.Slepptu gosi og öðrum drykkjum með viðbættum sykri. Of mikill sykur er skaðlegur heilsunni og gosdrykkir innihalda mikið magn sykurs. Varaðu þig þó einnig á sykurskertum drykkjum, þeir geta verið enn óhollari en þeir sykruðu.
Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira