Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu makríls Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2014 20:30 Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölustjóra Iceland Seafood. Tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsögunni eru flutt til Úkraínu. Aðeins þorskurinn skilar meiru Makríllinn er flökkustofn sem kom eins og happdrættisvinningur inn í íslenska efnahagslögsögu. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 milljörðum króna árið 2012. Þegar útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda er skoðað sést að síðastliðin ár hefur aðeins þorskurinn skilað þjóðarbúinu meiri tekjum. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk eins og síld, loðnu og makríl. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að óvissa sé í sölu á makrílafurðum vegna ástandsins í Úkraínu og tafa við útgáfu innflutningskvóta í Nígeríu. Innflutningskvótar voru gefnir út í Nígeríu um helgina svo það er ekki lengur í hindrun í innflutningi makríls þangað. Iceland Seafood er einn stærsti einstaki útflutningsaðili makríls hér á landi. Teitur Gylfason sölustjóri fyrirtækisins segir að enn sem komið er hafi ástandið í Úkraínu ekki haft bein áhrif á sölu makríls til landsins en tíu prósent af heildarafla makríls fara til Úkraínu. Fara varlega í að senda vörur sem ekki eru staðgreiddar „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Luhansk og Donetsk. Lífið annars staðar í Úkraínu gengur sinn vanagang og allar verslanir eru fullar af vörum o.s.frv. En því er ekki að neita að við förum varlega í að senda vöru, sem ekki er staðgreidd, inn á þennan markað meðan ástandið er eins og það er. Meðan ófriðurinn varir,“ segir Teitur. Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á staðgreiðslu við sölu á makrílafurðum til úkraínskra fyrirtækja í einhverjum tilvikum til að verja hagsmuni sína. „Bæði munum við fara fram á staðgreiðslu og svo förum við mjög varlega í að lána mönnum þarna þó svo að þeir hafi að sjálfsögðu mikinn styrk frá Vesturlöndum eins og er.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölustjóra Iceland Seafood. Tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsögunni eru flutt til Úkraínu. Aðeins þorskurinn skilar meiru Makríllinn er flökkustofn sem kom eins og happdrættisvinningur inn í íslenska efnahagslögsögu. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 milljörðum króna árið 2012. Þegar útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda er skoðað sést að síðastliðin ár hefur aðeins þorskurinn skilað þjóðarbúinu meiri tekjum. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk eins og síld, loðnu og makríl. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að óvissa sé í sölu á makrílafurðum vegna ástandsins í Úkraínu og tafa við útgáfu innflutningskvóta í Nígeríu. Innflutningskvótar voru gefnir út í Nígeríu um helgina svo það er ekki lengur í hindrun í innflutningi makríls þangað. Iceland Seafood er einn stærsti einstaki útflutningsaðili makríls hér á landi. Teitur Gylfason sölustjóri fyrirtækisins segir að enn sem komið er hafi ástandið í Úkraínu ekki haft bein áhrif á sölu makríls til landsins en tíu prósent af heildarafla makríls fara til Úkraínu. Fara varlega í að senda vörur sem ekki eru staðgreiddar „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Luhansk og Donetsk. Lífið annars staðar í Úkraínu gengur sinn vanagang og allar verslanir eru fullar af vörum o.s.frv. En því er ekki að neita að við förum varlega í að senda vöru, sem ekki er staðgreidd, inn á þennan markað meðan ástandið er eins og það er. Meðan ófriðurinn varir,“ segir Teitur. Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á staðgreiðslu við sölu á makrílafurðum til úkraínskra fyrirtækja í einhverjum tilvikum til að verja hagsmuni sína. „Bæði munum við fara fram á staðgreiðslu og svo förum við mjög varlega í að lána mönnum þarna þó svo að þeir hafi að sjálfsögðu mikinn styrk frá Vesturlöndum eins og er.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira