Tim Clark sigraði í Kanada eftir frábæran endasprett 28. júlí 2014 17:30 Tim Clark fagnar sigrinum í gær. AP/Getty Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sigraði á Opna kanadíska meistaramótinu með glæsibrag í gær en það gerði hann með því að fá fimm fugla á síðustu átta holunum í ausandi rigningu á Royal Montreal vellinum. Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk leiddi mótið með þremur höggum fyrir lokahringinn sem hann lék á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hann endaði því samtals á 16 höggum undir pari sem dugði ekki þar sem Clark lék lokahringinn á 65 höggum eða fimm undir en hann endaði mótið samtals á 17 höggum undir pari. Sigur Clark er hans annar á PGA-mótaröðinni en áður hafði hann sigrað á Players meistaramótinu árið 2010. Jim Furyk hefur heldur ekki sigrað í móti á PGA-mótaröðinni síðan árið 2010 og hann þarf því að bíða aðeins lengur eftir næsta sigri. Furyk getur þó huggað sig við það að hann er í frábæru formi þessa dagana en hann var einnig í toppbaráttunni á Opna breska meistaramótinu fyrir stuttu ásamt því að hafa halað inn rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna í verðlaunafé á árinu sem þykir afar gott. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er eitt það stærsta á ári hverju en það er Bridgestone Invitational mótið sem er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Þar munu allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods vann mótið í fyrra og á titil að verja. Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sigraði á Opna kanadíska meistaramótinu með glæsibrag í gær en það gerði hann með því að fá fimm fugla á síðustu átta holunum í ausandi rigningu á Royal Montreal vellinum. Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk leiddi mótið með þremur höggum fyrir lokahringinn sem hann lék á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hann endaði því samtals á 16 höggum undir pari sem dugði ekki þar sem Clark lék lokahringinn á 65 höggum eða fimm undir en hann endaði mótið samtals á 17 höggum undir pari. Sigur Clark er hans annar á PGA-mótaröðinni en áður hafði hann sigrað á Players meistaramótinu árið 2010. Jim Furyk hefur heldur ekki sigrað í móti á PGA-mótaröðinni síðan árið 2010 og hann þarf því að bíða aðeins lengur eftir næsta sigri. Furyk getur þó huggað sig við það að hann er í frábæru formi þessa dagana en hann var einnig í toppbaráttunni á Opna breska meistaramótinu fyrir stuttu ásamt því að hafa halað inn rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna í verðlaunafé á árinu sem þykir afar gott. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er eitt það stærsta á ári hverju en það er Bridgestone Invitational mótið sem er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Þar munu allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods vann mótið í fyrra og á titil að verja.
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira