Birgir Leifur með fjögurra högga forystu á Leirdalsvelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2014 19:51 Birgir Leifur Hafþórsson er í góðum málum í Leirdalnum. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er með forystu í karlaflokki eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á heimavelli hans í Leirdalnum. Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.Sigmundur Einar Másson spilaði vel í dag.vísir/daníelAnnar heimamaður, Sigmundur Einar Másson, sem varð Íslandsmeistari fyrir átta árum, er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eftir að hafa spilað völlinn á 67 höggum í dag. Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær. Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.Staða efstu manna: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3) 2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4) 3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2) 4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2) 5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)Þórður Rafn Gissurarson er tveimur undir.vísir/daníelUngstirnið Gísli Sveinbergsson er enn í baráttunni.vísir/daníel Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari úr GKG, er með forystu í karlaflokki eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á heimavelli hans í Leirdalnum. Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.Sigmundur Einar Másson spilaði vel í dag.vísir/daníelAnnar heimamaður, Sigmundur Einar Másson, sem varð Íslandsmeistari fyrir átta árum, er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eftir að hafa spilað völlinn á 67 höggum í dag. Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær. Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.Staða efstu manna: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3) 2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4) 3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2) 4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2) 5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)Þórður Rafn Gissurarson er tveimur undir.vísir/daníelUngstirnið Gísli Sveinbergsson er enn í baráttunni.vísir/daníel
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn og Ragnhildur efstar og jafnar Birgir Leifur Hafþórsson að stinga af hjá körlunum. 25. júlí 2014 17:45