Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 0-1 | Harpa aftur hetjan Kristinn Ásgeir Gylfason á Kópavogsvelli skrifar 25. júlí 2014 18:44 Harpa Þorsteinsdóttir er búin að afgreiða Blika tvisvar sinnum á einni viku. vísir/arnþór Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu bikarmeistara Breiðabliks, 1-0, á Kópavogsvelli í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Líkt og þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni á þriðjudagskvöldið var Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar, en hún skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu. Stjarnan mætir Selfossi í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 30. ágúst. Liðin voru jöfn framan af leik en ákefðin meiri í Stjörnukonum sem skilaði sér í sigri. Vörnin hjá Stjörnunni var með svör við flest öllu sem Blikar reyndu. Fátt var um aukaspyrnur en leikurinn einkenndist af jafnri baráttu og færum sem mörg hver urðu til vegna aðstæðna á vellinum. Bleytan fleytti boltanum og leikmenn voru á köflum klaufalegir í tímasetningum. Markið sem skildi að var litað af aðstæðum. Blautur boltinn virtist renna í gegnum greipar Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Breiðabliks. 0-1 sigur Stjörnunnar á Kópavogsvelli þegar upp er staðið, sanngjarn en leikurinn hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Breiðablik sótti af hörku undir lok leiks en allt kom fyrir ekki. Stjarnan er því komin í úrslit Borgunarbikarsins 2014 og mætir þar liði Selfoss. Ólafur Þór: Þetta eru réttu leikirnir til að klára„Við fáum ekki á okkur mörg færi, þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem var, en mínir leikmenn höfðu kjark og þor til að klára þetta,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að vinna vel sem lið, við erum með góðan hóp og gott lið. Við erum sátt með hópinn okkar sem margir vilja meina að sé lítill,“ sagði Ólafur sáttur við sína leikmenn eftir sigurinn þrátt fyrir að Sandra Sigurðardóttir hafi teflt á tæpasta vað á köflum. „Hún tók og sólaði sóknarmanninn þeirra ágætlega, við treystum því fólki sem er inná“. Aðspurður hvort heppnisstimpill sé á þessu mikilvæga marki svaraði hann „þegar það er svona blautt í veðri þá er hægt að hafa heppnina með sér í svona, Harpa rétt pikkaði í hann og breytti aðeins stefnunni. Við fengum betri færi til að skora úr.“Hlynur Svan: Telma hugsanlega dæmd rangstæð að tilefnislausuHlynur Svan, þjálfari Breiðabliks hafði ekkert út á dómgæsluna að setja nema hugsanlega eina rangstæðu sem var dæmd á Telmu Hjaltalín í fyrri hálfleik. „Dómgæslan var fín en mér hefur verið bent á að Telma hafi verið flögguð rangstæð án þess að tilefni væri til“. Annars var Hlynur sáttur við leik liðsins. „Liðið spilaði hörkufínan leik, við vorum ekkert síðri en Stjarnan. Það eru leiðinda mistök sem gera það að verkum að við fáum á okkur mark sem skilur síðan að í lokin“.Telma Hjaltalín: Ég er bara svo hröð að dómara halda oft að ég sé rangstæð„Ég held að ég sé það hröð að fólk heldur oft að ég sé rangstæð. Ég er hins vegar svo fljót af stað að ég er bara á undan andstæðingnum,“ sagði Telma sem var að vonum hnípinn eftir leikinn. Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu bikarmeistara Breiðabliks, 1-0, á Kópavogsvelli í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Líkt og þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni á þriðjudagskvöldið var Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar, en hún skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu. Stjarnan mætir Selfossi í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 30. ágúst. Liðin voru jöfn framan af leik en ákefðin meiri í Stjörnukonum sem skilaði sér í sigri. Vörnin hjá Stjörnunni var með svör við flest öllu sem Blikar reyndu. Fátt var um aukaspyrnur en leikurinn einkenndist af jafnri baráttu og færum sem mörg hver urðu til vegna aðstæðna á vellinum. Bleytan fleytti boltanum og leikmenn voru á köflum klaufalegir í tímasetningum. Markið sem skildi að var litað af aðstæðum. Blautur boltinn virtist renna í gegnum greipar Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Breiðabliks. 0-1 sigur Stjörnunnar á Kópavogsvelli þegar upp er staðið, sanngjarn en leikurinn hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Breiðablik sótti af hörku undir lok leiks en allt kom fyrir ekki. Stjarnan er því komin í úrslit Borgunarbikarsins 2014 og mætir þar liði Selfoss. Ólafur Þór: Þetta eru réttu leikirnir til að klára„Við fáum ekki á okkur mörg færi, þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem var, en mínir leikmenn höfðu kjark og þor til að klára þetta,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að vinna vel sem lið, við erum með góðan hóp og gott lið. Við erum sátt með hópinn okkar sem margir vilja meina að sé lítill,“ sagði Ólafur sáttur við sína leikmenn eftir sigurinn þrátt fyrir að Sandra Sigurðardóttir hafi teflt á tæpasta vað á köflum. „Hún tók og sólaði sóknarmanninn þeirra ágætlega, við treystum því fólki sem er inná“. Aðspurður hvort heppnisstimpill sé á þessu mikilvæga marki svaraði hann „þegar það er svona blautt í veðri þá er hægt að hafa heppnina með sér í svona, Harpa rétt pikkaði í hann og breytti aðeins stefnunni. Við fengum betri færi til að skora úr.“Hlynur Svan: Telma hugsanlega dæmd rangstæð að tilefnislausuHlynur Svan, þjálfari Breiðabliks hafði ekkert út á dómgæsluna að setja nema hugsanlega eina rangstæðu sem var dæmd á Telmu Hjaltalín í fyrri hálfleik. „Dómgæslan var fín en mér hefur verið bent á að Telma hafi verið flögguð rangstæð án þess að tilefni væri til“. Annars var Hlynur sáttur við leik liðsins. „Liðið spilaði hörkufínan leik, við vorum ekkert síðri en Stjarnan. Það eru leiðinda mistök sem gera það að verkum að við fáum á okkur mark sem skilur síðan að í lokin“.Telma Hjaltalín: Ég er bara svo hröð að dómara halda oft að ég sé rangstæð„Ég held að ég sé það hröð að fólk heldur oft að ég sé rangstæð. Ég er hins vegar svo fljót af stað að ég er bara á undan andstæðingnum,“ sagði Telma sem var að vonum hnípinn eftir leikinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira