Körfubolti

Liðið snýst um mig og Howard

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Parsons hefur verið í skugga Harden undanfarin ár.
Parsons hefur verið í skugga Harden undanfarin ár. Vísir/Getty
James Harden, leikmaður Houston Rockets, hefur engar áhyggjur af því að JeremyLin og Chandler Parsons séu farnir frá félaginu. Hann og Dwight Howard séu lykilleikmennirnir sem liðið snýst í kringum.

Harden er þessa dagana að undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið í körfubolta sem fer fram á Spáni í september. Var hann mættur til höfuðborgar Filippseyja, Manila með Damian Lillard og DeMar DeRozan til þess að taka þátt í góðgerðarviðburði.

Harden tók við spurningum og þar virtist hann ekki hafa áhyggjur af því að brottför Parsons og Lin myndi hafa áhrif á möguleika Houston á NBA-titlinum.

„Ég og Dwight erum grunnstoðir liðsins. Aðrir leikmenn eru leikmenn sem fylla út liðið. Við höfum misst slíka leikmenn en bætt við okkur öðrum leikmönnum og ég hef engar áhyggjur af því fyrir næsta tímabil,“ sagði Harden en Parsons var ekki ánægður með fyrrum liðsfélaga sinn.

„Þetta er fáránleg yfirlýsing, þetta var ein af ástæðunum afhverju ég vildi fara til Dallas. Ég er tilbúinn til þess að taka næsta skref og verða meiri leiðtogi. Ef einhver ætti að skilja þetta þá ætti það að vera James, hann var í sömu stöðu í Oklahoma og fékk tækifæri á því að koma til Houston,“ sagði Parsons.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×