Nýherji skilar hagnaði á öðrum ársfjórðungi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2014 10:24 Finnur Oddsson forstjóri Nýherja. Vísir/Nýherji Heildarhagnaður Nýherja á öðrum ársfjórðungi nam 69 milljónum króna og 125 milljónum króna á fyrri árshelmingi. EBITDA félagsins nam 207 milljónum á öðrum ársfjórðungi og 398 milljónum á fyrri árshelmingi. „Rekstur Nýherja er að styrkjast og afkoma á öðrum ársfjórðungi er í takt við væntingar. Jákvæð afkoma er hjá öllum félögum samstæðunnar á fyrri helmingi árs,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja í tilkynningu frá félaginu. „Rekstur Applicon á Íslandi er stöðugur og skilar ágætri afkomu og hagnaður er af rekstri Applicon í Svíþjóð, sem eru mikilvæg umskipti eftir taprekstur síðustu ár. Umtalsverður tekjuvöxtur er áfram hjá TM Software, einkum vegna mikillar sölu á Tempo hugbúnaði, sem nú er seldur til ríflega 100 landa í gegnum netið. Þessi vöxtur Tempo er okkur afar mikilvægur, allar þær tekjur eru erlendar og hafa aukist um 86% á milli ára. Tæplega helmingur veltu TM Software er því í erlendri mynt.“ Finnur segir að tekjur Nýherja af vörusölu og rekstrarþjónustu á innanlandsmarkaði séu stöðugar en afkoma batni lítillega á milli ára, sem sé í samræmi við væntingar. Gert sé ráð fyrir hóflegum vexti í tekjum og afkomu samstæðunnar á næsta ársfjórðungi. „Að undanförnu höfum við unnið eftir áætlun sem miðar að því að einfalda skipulag Nýherjasamstæðunnar, efla lausnaframboð og þjónustu við viðskiptavini, bæta afkomu og styrkja eiginfjárstöðu. Okkur hefur miðað vel áleiðis en töluvert er enn í land, sérstaklega þegar horft er til fjármagnsskipunar félagsins. Framundan eru frekari úrbætur þar á og horfum við þar m.a til skipulags og uppbyggingar samstæðunnar,“ segir Finnur. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Heildarhagnaður Nýherja á öðrum ársfjórðungi nam 69 milljónum króna og 125 milljónum króna á fyrri árshelmingi. EBITDA félagsins nam 207 milljónum á öðrum ársfjórðungi og 398 milljónum á fyrri árshelmingi. „Rekstur Nýherja er að styrkjast og afkoma á öðrum ársfjórðungi er í takt við væntingar. Jákvæð afkoma er hjá öllum félögum samstæðunnar á fyrri helmingi árs,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja í tilkynningu frá félaginu. „Rekstur Applicon á Íslandi er stöðugur og skilar ágætri afkomu og hagnaður er af rekstri Applicon í Svíþjóð, sem eru mikilvæg umskipti eftir taprekstur síðustu ár. Umtalsverður tekjuvöxtur er áfram hjá TM Software, einkum vegna mikillar sölu á Tempo hugbúnaði, sem nú er seldur til ríflega 100 landa í gegnum netið. Þessi vöxtur Tempo er okkur afar mikilvægur, allar þær tekjur eru erlendar og hafa aukist um 86% á milli ára. Tæplega helmingur veltu TM Software er því í erlendri mynt.“ Finnur segir að tekjur Nýherja af vörusölu og rekstrarþjónustu á innanlandsmarkaði séu stöðugar en afkoma batni lítillega á milli ára, sem sé í samræmi við væntingar. Gert sé ráð fyrir hóflegum vexti í tekjum og afkomu samstæðunnar á næsta ársfjórðungi. „Að undanförnu höfum við unnið eftir áætlun sem miðar að því að einfalda skipulag Nýherjasamstæðunnar, efla lausnaframboð og þjónustu við viðskiptavini, bæta afkomu og styrkja eiginfjárstöðu. Okkur hefur miðað vel áleiðis en töluvert er enn í land, sérstaklega þegar horft er til fjármagnsskipunar félagsins. Framundan eru frekari úrbætur þar á og horfum við þar m.a til skipulags og uppbyggingar samstæðunnar,“ segir Finnur.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira