Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. júlí 2014 22:45 Matt Brown lét Erick Silva finna vel fyrir því í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira