Harma líkamsárás í knattspyrnuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2014 10:41 Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42
Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30
Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34
„Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13
Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34
„Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31
Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52