Mickelson og Woods þurfa að sanna sig fyrir Ryder-bikarinn 22. júlí 2014 20:00 Það væri synd ef þessir tveir yrðu ekki með á Gleneagles. AP/Getty Phil Mickelson lék ágætlega á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en þessi 42 ára kylfingur átti titil að verja. Hann endaði í 23. sæti en Mickelson hefur sigrað í fimm risamótum á ferlinum og verið liðsmaður í Ryderliði Bandaríkjamanna frá árinu 1995. Hann hefur þó ekki átt mjög farsælt tímabil hingað til og ekki náð að enda í einu af efstu tíu sætunum á móti á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Eins og stendur er hann í 11. sæti á Ryder-stigalista Bandaríkjanna en efstu níu kylfingarnir komast beint inn í liðið fyrir bikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Þeir sem ekki komast í liðið þurfa að treysta á að Ryder-fyrirliðinn velji þá, sem þetta árið er Tom Watson en Mickelson vonast til að það þurfi ekki að grípa til þess. „Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta, ef mér tekst að leika jafn vel í næstu mótum og ég gerði á Opna breska þá gæti ég náð þessu. Það væri best fyrir bæði mig og Tom Watson ef mér tækist að komast inn sjálfur.“ Síðustu tvö mótin þar sem Mickelson getur nælt sér í stig eru Firestone heimsmótið í golfi og PGA-meistaramótið. “Ég hef verið í liðinu í 19 ár og það sýnir bara hvað ég hef átt stöðugan og góðan feril. Það vilja allir hafa kylfinga sem eru í góðu formi í liðinu og til þess þarf ég að bæta mig og spila betur.“ Á sama tíma gæti Tiger Woods verið í hættu á því að missa af þessu sögufræga móti en hann þarf á næstu vikum að sannfæra Tom Watson, manninn sem sigraði hann með einu höggi á Opna breska, um að velja sig í liðið. Woods hefur ekki getað spilað sig inn í liðið enda hefur hann verið frá keppni undanfarna mánuði vegna meiðsla og þarf eflaust að sína betra form en hann gerði um síðustu helgi til þess að hljóta náð fyrir augum Watson. Woods getur þó huggað sig við það að Watson hefur gefið það út að það yrði mjög erfitt að skilja hann eftir heima en áhugavert verður að fylgjast með gengi þessa vinsælu kylfinga á næstu vikum. Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Phil Mickelson lék ágætlega á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en þessi 42 ára kylfingur átti titil að verja. Hann endaði í 23. sæti en Mickelson hefur sigrað í fimm risamótum á ferlinum og verið liðsmaður í Ryderliði Bandaríkjamanna frá árinu 1995. Hann hefur þó ekki átt mjög farsælt tímabil hingað til og ekki náð að enda í einu af efstu tíu sætunum á móti á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Eins og stendur er hann í 11. sæti á Ryder-stigalista Bandaríkjanna en efstu níu kylfingarnir komast beint inn í liðið fyrir bikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Þeir sem ekki komast í liðið þurfa að treysta á að Ryder-fyrirliðinn velji þá, sem þetta árið er Tom Watson en Mickelson vonast til að það þurfi ekki að grípa til þess. „Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta, ef mér tekst að leika jafn vel í næstu mótum og ég gerði á Opna breska þá gæti ég náð þessu. Það væri best fyrir bæði mig og Tom Watson ef mér tækist að komast inn sjálfur.“ Síðustu tvö mótin þar sem Mickelson getur nælt sér í stig eru Firestone heimsmótið í golfi og PGA-meistaramótið. “Ég hef verið í liðinu í 19 ár og það sýnir bara hvað ég hef átt stöðugan og góðan feril. Það vilja allir hafa kylfinga sem eru í góðu formi í liðinu og til þess þarf ég að bæta mig og spila betur.“ Á sama tíma gæti Tiger Woods verið í hættu á því að missa af þessu sögufræga móti en hann þarf á næstu vikum að sannfæra Tom Watson, manninn sem sigraði hann með einu höggi á Opna breska, um að velja sig í liðið. Woods hefur ekki getað spilað sig inn í liðið enda hefur hann verið frá keppni undanfarna mánuði vegna meiðsla og þarf eflaust að sína betra form en hann gerði um síðustu helgi til þess að hljóta náð fyrir augum Watson. Woods getur þó huggað sig við það að Watson hefur gefið það út að það yrði mjög erfitt að skilja hann eftir heima en áhugavert verður að fylgjast með gengi þessa vinsælu kylfinga á næstu vikum.
Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn