Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2014 15:21 Tarantino var lukkulegur með fyrsta laxinn sinn. Hollywood-leikstjórinn Quentin Tarantino var að ljúka veiðum í Hítará þar sem hann dvaldi með góðum hóp vina sinna. Landaði hann fyrsta laxinum sínum í túrnum. Leiðsögumenn og staðarhaldarar sögðu leikstjórann hafa verið einstaklega mikið ljúfmenni og áhugasamur við veiðarnar. Gleðin var því mikil þegar hann náði fyrsta laxinum sínum neðan við veiðihúsið með góðri aðstoð leiðsögumanns og háfara. Hvort Quentin Tarantino verði hér eftir reglulegur gestur í laxveiðiánum eins og Eric Clapton og önnur fyrirmenni er ekki vitað. Eitt er þó víst, hann er kominn í hóp þeirra sem veiðibakterían bítur í á hverju sumri. Þess má geta að Hítará er komin í 150 laxa og ágætar göngur hafa verið í ánna síðustu daga.Tarantino tók sig vel út í veiðigallanum í Hítará. Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Hollywood-leikstjórinn Quentin Tarantino var að ljúka veiðum í Hítará þar sem hann dvaldi með góðum hóp vina sinna. Landaði hann fyrsta laxinum sínum í túrnum. Leiðsögumenn og staðarhaldarar sögðu leikstjórann hafa verið einstaklega mikið ljúfmenni og áhugasamur við veiðarnar. Gleðin var því mikil þegar hann náði fyrsta laxinum sínum neðan við veiðihúsið með góðri aðstoð leiðsögumanns og háfara. Hvort Quentin Tarantino verði hér eftir reglulegur gestur í laxveiðiánum eins og Eric Clapton og önnur fyrirmenni er ekki vitað. Eitt er þó víst, hann er kominn í hóp þeirra sem veiðibakterían bítur í á hverju sumri. Þess má geta að Hítará er komin í 150 laxa og ágætar göngur hafa verið í ánna síðustu daga.Tarantino tók sig vel út í veiðigallanum í Hítará.
Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði